Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Open Range 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. október 2003

No place to run. No reason to hide.

139 MÍNEnska

Fyrrum byssumaður neyðist til að grípa til vopna á ný þegar honum og mönnunum sem reka hjörð með honum, er ógnað af spilltum lögreglustjóra.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Kevin Costner er þekktur fyrir að vera ekkert að stytta sínar myndir neitt of mikið og þessi mynd er ekkert frábrugðin þeim að því leiti.

Open Ranger er flott saga sem sögð er á of löngum tíma eða um 2 1/2 klst. Það er mjög lítið um hasar í myndinni en svo loksins þegar hann kemur þá er hann þó nokkuð flottur. Myndin er alltof lengi að byrja og byrjar í raun ekkert að gerast í henni fyrr en eftir einn og hálfan klukkutíma. Hún er líka of lengi að enda og skilur eiginlega ekki eftir nema rúman hálftíma þar sem er eitthvað almennilegt að gerast.

Myndin er mun meira dramatísk en spennandi og fólk verður að passa sig á því að hafa það í huga þegar það fer á myndina. Sagan er góð en ekki nægilega vel sögð á hvíta tjaldinu þar sem mætti stytta hana til muna. Það er nokkuð góður húmor í myndinni sem rífur hana aðeins upp en þó ekki nóg til þess að halda henni á floti.

Þegar litið er yfir afraksturinn þá er myndin ekkert meira en þokkaleg, hún á ekki heima áhvítatjaldinu, hún er of löng, hún er hádramatísk en þó er hún findin og vel leikin.

Mæli meðhenni á videospólu en ekki fyrir þá sem þola ekki dramatík þeir ættu að sleppa henni alveg eða amsk bara að horfa á miðju kaflann í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn