Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

House of 1000 Corpses 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The most shocking tale of carnage ever seen.

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Tvö pör, Jerry, Bill, Mary og Denise, fara í ferðalag í leit að skrítnum stöðum utan alfaraleiðar, í þeim tilgangi að skrifa um þá bók. Þegar þau hitta Captain Spaulding, þá heyra þau um goðsögnina Dr. Satan. Þegar þau fara að leita að tré sem Dr. Satan var hengdur í, þá taka þau upp í bílinn puttaferðalanginn Baby. Þegar bíllinn bilar, þá... Lesa meira

Tvö pör, Jerry, Bill, Mary og Denise, fara í ferðalag í leit að skrítnum stöðum utan alfaraleiðar, í þeim tilgangi að skrifa um þá bók. Þegar þau hitta Captain Spaulding, þá heyra þau um goðsögnina Dr. Satan. Þegar þau fara að leita að tré sem Dr. Satan var hengdur í, þá taka þau upp í bílinn puttaferðalanginn Baby. Þegar bíllinn bilar, þá býður Baby þeim inn til sín. Þarna hitta pörin Firefly fjölskylduna, morðóða brjálæðinga. Þegar fjölskyldan ræðst á fólkið, þá reyna Jerry og vinir hans að lifa af í húsi hinna 1.000 líka og dimmu og drungalegu leyndarmála.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Sorgleg mynd. Hræðilega illa leikin og lélegur söguþráður. Þar sem ég er inní metal þá gef ég myndinni eina stjörnu fyrir fína tónlist!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein langbesta mynd sem ég hef sé ég dýrka hrollvekjur og leigi þær helst.Þessi mynd fjallar um tvö kærustupör sem stoppa í óhugnarlegri kjúklingasjoppu og heyra söguna um d.r Satan og forvitnast um staðin sem hann var drepinn sem þau hefðu betur látið ógert.Mér finnst þessi hrollvekja hafa allt sem hrollvekjur eiga að hafa blóð/myrkur og horror.

ég tel myndina ekki hæfa fólki undir 16 ára
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilldarmynd, frábær tónlist, BILL MOESLEY ER HOT!! Sid Haig er fáránlega fyndinn, það er miiiikið af rigningu og mar heldur með vondu köllunum því unglingarnir (30 ára í raunverulegu lífi) eru grunnir, illa leiknir og bara plein pirrandi. :D Rob Zombie er greinilega snillingur á þessu sviði líka, og framhaldið, The Devil´s Rejects kemur fljólega! En ég skil samt alveg þá sem fýluðu hana ekki, þetta er mynd sem auðvelt er að gagnrýna, en þig gleymið að hún nær betur en nokkur önnur andrúmsloftinu úr klassísku horror-myndunum frá the 70´s kvikmyndatímablinu. Fjórar stjörnur, hún fær hálfa aukalega útaf allir hinir gáfu svo hræðilega lítið :S. Takk fyrir... :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bíðið nú aðeins við, HVAÐ Í ANDSKOTANUM ER ÞETTA?!!!
Gamall karl húðflettur og svo kemur einhver náungi sem lítur út
eins og Riff-Raff í The Rocky Horror Picture Show klæðir sig í skinnið og fer og hræðir dóttur hans! OG ÞAÐ Á AÐ VERA CREEPY!!!
Rob Zombie gerir það gott með músíkina en í kvikmyndabransanum á hann jafn mikla möguleika og snigill í maraþon-hlaupi!

Einhverjir krakkar fara út í sveit, fara á morðingja freak-show þar sem þau læra um fjöldamorðingjann Dr. Satan og gröf hans einhverstaðar skammt frá, ætla að fara að mynda og skrifa grein um hana en lenda í fjölskyldu sem húðflettir, fjarlægir höfuðleður og býr til HAFMEYJU!!! úr fólki!


Ég vona að Rob Zombie eigi eftir að taka sig á og flytja úr bransanum og sverja þann eið að gera aldrei aftur kvikmynd.

(ekki einu sinni hugsa um að þessi mynd sé skemmtilegr fyrir krakka því ég er einn slíkurog fyrirlít þessa mynd!)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pottþétt ein af leiðinlegustu myndum sem ég hef séð. Punktur. Held að ég þurfi ekki að segja meira um þetta drasl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.06.2008

Plakat fyrir Rob Zombie's Tyrannosaurus Rex

Rokkarinn Rob Zombie hefur birt plakat fyrir nýjustu mynd sína sem heitir Tyrannosaurus Rex, en hún kemur út 28.ágúst á næsta ári. Hann hefur byggt með sér mikinn og stóran hóp aðdáenda sem gjörsamlega dýrka hrollvekjurnar ha...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn