Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Frida 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. janúar 2003

Prepare to be seduced

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Myndin fjallar um myndlistarkonuna Frida Kahlo og samband hennar við eiginmanninn, myndlistarmanninn Diego Rivera, en þau tvö urðu stórstjörnur innan myndlistarheimsins. Í myndinni er sagt frá flóknu sambandi þeirra hjóna og umdeildu ástarsambandi hennar við Leon Trotsky, sem og ögrandi rómantísku sambandi hennar við konur.

Aðalleikarar

Salma er fædd í þetta hlutverk
Ég var nú ekkert sérlega spenntur fyrir að sjá þessa mynd, enda gáfu sýnishornin til kynna að þetta væri bara eitthvað átakanlegt Hallmark-kellingadrama... En svo var ekki, sem betur fer. Myndin er að vísu átakanleg og allt sem þar fylgir, en hún er býsna fín engu að síður.

Útlitslega séð er myndin sjálf eins og listaverk, og leikararnir vita alveg hvað þeir eru að gera og leggja heilmikið á sig. Þar ber sérstaklega að nefna Sölmu Hayek sjálfa, sem vinnur sér inn óneitanlegan leiksigur, og er hrein unun að fylgjast með henni hérna, vegna hversu vel hún sekkur sig inn í persónu Fridu Kahlo. Hún er bara með öllum ólíkindum og aldrei nokkurn tímann bjóst maður við svona tilþrifum frá henni. Ég tek heldur ekki illa í senur þar sem hún fer úr fötunum. Aldrei!... Annars eru leikarar í minni hlutverkum varla síðri. Alfred Molina er hvílíkur senuþjófur í sinni rullu, og aðrir gæðaleikarar á borð við Geoffrey Rush, Edward Norton og Ashley Judd gera jafnframt góða hluti þrátt fyrir sorglega lítinn skjátíma.

En veikasti punktur myndarinnar er persónusköpunin, sem er eitthvað svo takmörkuð. Myndin fókusar meira á ástarmál Fridu heldur en líf hennar, sem mér finnst ekki virka alveg nógu vel, miðað við hversu áhugaverða manneskju er um að ræða. Síðan finnst manni eins og myndin gefi sér ekki nægan tíma í vissa atburði. Myndin/sagan hraðspólar bara yfir allt líf Fridu án þess að stoppa og útskýra vissa atburði nánar, eins og hún sé að bíða eftir að klárast sem fyrst. Leikstjórinn Julie Taymor fær samt einstakt hrós fyrir að segja söguna á hádramatískan hátt án þess að nokkuð sé farið út í tilgangslausa melódramatík, og þegar svona mynd er um að ræða, þá er það talið mjög gott mál.

Það er svosem alveg öruggt að eyða tveimur klukkutímum í þessa mynd. Bara ekki búast við neinu meistarastykki, og vertu viss um að þú vitir nokkurn veginn hvað þú ert að fjárfesta tímanum í.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmynd um ævi mexíkönsku listakonunnar Frida Kahlo hefur verið á leiðinni í rúm 10 ár, og leikkonur á borð við Madonnu, Jennifer Lopez, og Lili Taylor hafa allar verið orðaðar við hlutverkið. Öllum að óvörum var það Salma Hayek sem loksins tókst að klára dæmið, og það er hið besta mál. Hún sýnir hæfileika í titilhlutverkinu, og það er í fyrsta sinn sem hún gerir það að því mig minnir. Frida var undarleg á margan hátt. Eftir skelfilegt slys á yngri árum var hún hálf fötluð það sem eftir var ævinnar og lifði á verkjalyfjum. Hún var einlægur kommúnisti, tvíkynhneigð, skapmikil, og ein fyrsta konan sem öðlaðist frægð fyrir list sína. Hayek leikur hana listavel og sannar að hún getur meira en maður bjóst við. Hún giftist listamanninum Diego Rivera (Alfred Molina), sem var ófær um að vera henni trúr, en þau enduðu alltaf saman þrátt fyrir öll rifrildi og skilnaði. Molina er stórkostlegur í sínu hlutverki, og Óskarsverðlaunatilnefning fyrir hann kæmi mér ekki á óvart. Aðrir leikarar - þ.á m. Ashley Judd, Antonio Banderas, Geoffrey Rush og Edward Norton - fylla vel upp í myndina, en leikstjórinn Julie Taymor á sérstakt hrós skilið. Hún er einstök í bransanum að mörgu leyti. Hún leikstýrði myndinni Titus fyrir nokkrum árum og listrænt sjónarmið hennar er óborganlegt. Sterkir litir, draumkennd atriði, og óvenjulegar aðferðir hennar lífga upp á myndina og passa mjög vel við mexíkanskt þema hennar. Frida er áhugaverð kvikmynd um vægast sagt áhugaverða manneskju, og það er óneitanlega gaman að sjá svona óvenjulega kvikmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

18.08.2022

Alltaf bekkjartrúðurinn

Jo Koy, 51 árs, aðalleikari Easter Sunday, eða Páskadags, sem komin er í bíó hér á landi, segist í samtali við New York Times alltaf hafa verið bekkjartrúðurinn í skóla. „Ef þú skoðar árbækurnar úr skólanu...

04.05.2021

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á þa...

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn