Náðu í appið
The Guru
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Guru 2002

Frumsýnd: 11. október 2002

When he talks, women listen

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 5
/10
The Movies database einkunn 47
/100

Ram er orðinn leiður á Bollywood og vill verða söngvari og leikari í Bandaríkjunum. Þegar Ram kemur til Bandaríkjanna þá tekur vinur hans Vijay á móti honum, en fær áfall þegar hann kemst að því að Vijay, sem hvatti hann til að söðla um, vinnur sem þjónn á indversku veitingahúsi í New York, keyrir leigubíl, og býr í lítilli leiguíbúð inni í kvikmyndahúsi... Lesa meira

Ram er orðinn leiður á Bollywood og vill verða söngvari og leikari í Bandaríkjunum. Þegar Ram kemur til Bandaríkjanna þá tekur vinur hans Vijay á móti honum, en fær áfall þegar hann kemst að því að Vijay, sem hvatti hann til að söðla um, vinnur sem þjónn á indversku veitingahúsi í New York, keyrir leigubíl, og býr í lítilli leiguíbúð inni í kvikmyndahúsi sem sýnir Bollywood bíómyndir. Hann er einnig með tvo herbergisfélaga, þá Sanjeev og Amit, en annar þeirra er ólöglegur innflytjandi. Ram fær vinnu sem þjónn í sama veitingahúsi og Vijay, en er rekinn þegar hann lendir í rifrildi við viðskiptavin. Ram sækir þvínæst um starf sem leikari, en kemst að því að um er að ræða hlutverk í klámmynd, á móti hinni kynæsandi Sharonna. Stuttu síðar sér fólkið heima í Indlandi hann í beinni útsendingu sem Sex Guru, og fær áfall. Þeir vita hinsvegar ekki að Ram hefur orðið fyrir innblæstri af meðleikkonu sinni Sharonna, sem lifir tvöföldu lífi. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


The Guru reynir að vera einskonar bandarísk útgáfa af Bollywood dans og söngvamynd, en misheppnast að allflestu leyti. Heather Graham sýnir enn og aftur að hún getur ekkert leikið, og heldur áfram að byggja upp feril byggðan á brjóstunum (ekki að ég kvarti). Hins vegar er Jimi Mistry alveg efni í góðan leikara, þó að þetta hlutverk hafi kannski ekki sýnt það, en hann hefur óneitanlega útgeislun og gæti í rétta hlutverkinu alveg orðið góður. Myndin er á flestan hátt frekar kjánaleg, og litlu dans og söngvaatriðin í myndinni koma eins og út úr kú. Mynd sem má alveg láta vera þangað til í einhverju hallæri á vídeó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á óvissusýningu þar sem möguleikarnir voru The Guru, Red Dragon og Tuxedo. Þar sem ég var 100% viss um að kvikmyndahúsin væru að reyna að blekkja fólk til að koma á The Guru, gerði ég samning við vin minn um að hann myndi borga miðann minn ef þetta yrði ekki Red Dragon. Ég fékk því ókeypis inná þessa mynd, en finnst samt eins og ég hafi tapað einhverju.


Nokkur hræðilega ófyndin atriði koma fyrir í myndinni sem eru einungis ætluð þeim sem eiga við einhverja þroskaskerðingu að stríða, og voru því nokkrir sem hlógu sig alveg máttlausa að þessari mynd. Ef þú tilheyrir þessum hóp, endilega sjáðu the Guru.


Fyrir ykkur hin, þá mæli ég eindregið með því að þið forðist þessa mynd. Ég taldi 2 atriði samtals þar sem ég brosti útí annað, hin atriðin gerðu mig bara pirraðan á hversu léleg þessi mynd væri. Ég myndi gefa þessari mynd hálfa stjörnu fyrir hversu sæt hún Heather Graham er, en þessi mynd er bara svo rosalega léleg að hún dregur alla einkunnargjöf niður.


Enn og aftur, ef þú hefur einhverja virðingu fyrir sjálfum/sjálfri þér, EKKI FARA Á ÞESSA MYND!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn