Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

One Hour Photo 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. október 2002

The things that we fear the most have already happened to us...

96 MÍNEnska
Robin Williams var m.a. valinn besti leikarinn Academy of Science Fiction, Fantasy

Hinn miðaldra Sy Parrish vinnur sem tæknimaður við hraðframköllunarþjónustu í SavMart verslun í verslunarklasa í úthverfi. Sy er einmana maður og hefur aldrei átt neina vini. Hann veit mikið um viðskiptavini sína í gegnum myndirnar sem þeir koma með í framköllun. En hann veit meira um Yorkin fjölskylduna en alla aðra viðskiptavini, sérstaklega Nina Yorkin... Lesa meira

Hinn miðaldra Sy Parrish vinnur sem tæknimaður við hraðframköllunarþjónustu í SavMart verslun í verslunarklasa í úthverfi. Sy er einmana maður og hefur aldrei átt neina vini. Hann veit mikið um viðskiptavini sína í gegnum myndirnar sem þeir koma með í framköllun. En hann veit meira um Yorkin fjölskylduna en alla aðra viðskiptavini, sérstaklega Nina Yorkin og unglingsson hennar Jake Yorkin, þau tvö í fjölskyldunni sem koma með og sækja myndir í framköllun. Sy er sérstaklega áhugasamur um eiginmann Ninu, Will Yorkin, þar sem Sy hefur einungis séð hann á myndum. Sy er heltekinn af fjölskyldunni og hann lætur sig m.a. dreyma um að verða eftirlætis frændinn, Sy frændi. Hann hefur meira að segja búið til aukasett af öllum myndum fjölskyldunnar síðan Jake var nýfæddur. Eftir óhapp í vinnunni og eftir að Sy kemst að nýjum upplýsingum um fjölskylduna í gegnum myndirnar ákveður hann að skerast í leikinn á þann eina hátt sem hann kann og getur. Aðgerðir hans bera síðan vitni um raunverulega geðheilsu hans.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd flokkast strax undir klassa myndir hjá mér. Ég ætla ekkert að vera að skella mér í söguna. Það er algjör óþarfi, bara sjáið myndina. Allavega, Robin Williams er brilliant í myndinni sem Sy Parish. Held að ég hafi aldrei séð hann koma með eins kröftuga frammistöðu í bíómynd síðan Good Will Hunting. Og er ég ekki enn að ná því af hverju hann var ekki tilnefndur til Óskar fyrir þetta hlutverk. Hann kemur með mikla innlifun og dýpt í sína persónu og finnur maður virkilega til með honum. Þó að aðrir leikarar standi sig alveg ágætlega í sínum hlutverkum, þá á Robin Williams þessa mynd alveg frá byrjun. Myndin er einnig mjög spennandi, handritið er mjög gott, leikstjórn góð, kvikmyndataka einnig góð. Og svo er myndin soldið creepy í sumum atriðum. Þessi mynd var pottþétt ein af óvæntustu myndum sem maður sá árið 2002. Ég gef þessari mynd pottþétt 4 stjörnur, og mæli með að allir unnendur alvöru bíómynda sjái þessa snilldarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

One Hour Photo fjallar um nokkuð geðveikan mann sem er leikinn af Robin Williams. Hún byrjar þannig að Williams er í yfirheyrlsu hjá lögreglunni og hann fer að segja sögu um hvernig hann byrjar að ofsækja fjölskyldu sem hann var alltaf að afgreiða í framköllunarbás í súpermarkaði. Skemmtileg mynd og Williams stendur sig mjög vel sem svona sociopath.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef greinilega vanmetið þessa mynd í nú 2 ár. Hún kom mér vissulega á óvart, myndin er alveg rosalega truflandi. Það koma fyrir senur þar sem þú vilt nánast gubba af ógéði en ekki þá einhverju splatter dæmi heldur er það siðferðiskenndin að svara myndinni. Robin Williams er fullkominn sem Sy the photo guy. Sálfræðilega séð er myndin rosaleg, söguþráðurinn og handrit er líka mjög fínt. One Hour Photo heppnaðist mjög vel, ég sé nú eftir því mikið að hafa vanmetið hana svo mikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Núna skellir Robin Williams sér í hlutverk sem hann er ekki vanur að leika en þessi mynd er alveg jafngóð og grínmyndir hans. Sy (Williams) eða Sy The Photo Guy er einmana maður sem vinnur hjá framköllunarstofu í stórmarkaði. Hann hefur lengi framkallað myndir hjá fjölskyldu en,viti menn! Auðvitað er Sy geðveikur og hann hefur haft allar myndir sem þau hafa framkallað inni hjá sér og þegar löggan fattar þetta þarf hann að flýja frá löggunni og komast meira um fjölskylduna. One Hour Photo er dramatísk og ótrúlega sorgleg og með svörtum húmor og er svona blanda af drömu og sálfræðitrylli. Það var einhver gaur í Fréttablaðinu að segja að ferill Williams væri á niðurleið en það er að mínu mati alls ekki satt. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vissi frá því ég sá þessa mynd auglýsta fyrst að hér væri mynd mér að skapi. Einhverra hluta vegna sá ég hana ekki fyrr en nú og sá að ég hafði haft rétta tilfinningu fyrir henni. Ég hef mjög gaman að sálfræði og þú getur varla fundið betri mynd til sálgreiningar og sálfræðilegra, siðfræðilegra og félagsfræðilegra pælinga. Ég er ekki að tala einungis um Hr. ljósmyndaframkallara, sem er listilega leikinn af Robin Williams, heldur eru almennt vel skapaðar og mannlegar persónur í hverju horni. Þessi mynd er alls ekki skemmtileg eða upplífgandi, en hún er mjög vönduð og þótti mér leikstjórinn hafa unnið gott starf með pottþéttum leikurum. Tónlistin var fín og leikmynd og umhverfi vel úthugsað. Það vantar bara herslumuninn -ekkert VÁ! kemur hér við sögu. Myndin er að auki frekar svæfandi á köflum -og kannski pínu klisjukennd líka, og eru það einmitt þessir tveir meginþættir sem draga hana nokkuð niður. Ég er því ekki alsátt en One Hour Photo á vel skilið þrjár stjörnur. Persónusköpunin er mjög sterk og myndin situr í manni lengi og vekur mann til umhugsunar um lífið og tilveruna, -með látum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn