Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Myndirnar Friday og Next Friday eru mjög gott dæmi um lélegar Hollywood myndir og hann Ice Cube kallinn hefur látið lítið gott af sér leiða í kvikmyndabransanum. Hann lék þó í Three Kings sem var alls ekki svo slæm en hann er alltaf jafn hræðilegur leikari. All About the Banjamins er nýjasta mynd hans en hann er framleiðandi hennar, leikur aðalhlutverkið, skrifar handritið og semur lögin. Ég bjóst því við mjög lélegri mynd áður en ég horfði á All About the Benjamins.
Aðalpersónur myndarinnar eru harði naglinn Bucum (Ice Cube) og Reggie (Mike Pepps). Ég gat stundum hlegið að fíflaganginum í Reggie en Bucum er bara heimskuleg persóna sem einhver mjög ólíkur Ice Cube hefði heldur átt að leika.
Bucum er mannaveiðari og hann þarf að vinna með smákrimmanum, Reggie sem hefur ætíð verið óvinur hans. Bucum fékk það verkefni að góma demantaþjófa en Reggie er á höttunum eftir týndum lottómiða með stórum vinningi á sem hann hafði keypt en tekist að týna áður en tölurnar voru birtar.
Handritið af myndinni er alveg hræðilegt en það er reyndar ekki skrýtið því Ice Cube skrifaði það ásamt Roland Lang. Söguþráðurinn er alveg út í hött og leikararnir standa sig hlægilega illa þá sérstaklega Ice Cube. Leikstjórinn, Kevin Bray er ekki mjög þekktur í kvikmyndaheiminum en All About the Benjamins er fyrsta myndin sem hann leikstýrir. Leikaravalið í myndinni er alveg út í hött og til að bæta gráu ofan á svart er fullt af hundleiðinlegum rapplögum í myndinni.
All About the Benjamins er svo sannarlega glötuð kvikmynd. Hún er fyrirsjáanleg, leiðinleg og illa gerð. Maður gat samt hlegið yfir sumum grín atriðum og jafnvel öðrum líka sem áttu ekki að vera fyndinn, því þessi mynd er svo ömurlega glötuð.
Eftir rúmar 15 min af þessari mynd var ég mikið að pæla um að hætta bara að horfa, en það er eitt sem ég bara geri aldrei sama hvaða mynd það er, þannig að ég horfði á hana til enda.
Þessi mynd valdi mér miklum vonbrigðum.
Leikararnir voru svo lélegir að það mætti halda að þetta væru klámmyndaleikarar að reyna að gera bíómynd.
Handritið er illa skrifað og það er lítið sem ekkert sem gengur upp í þessari mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
31. maí 2002