Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Walking Tall 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. júlí 2004

One man will stand up for what's right.

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Þegar fyrrum sérsveitarmaður snýr aftur heim í gamla heimabæinn sinn í uppsveitum Washington ríkis, í þeirri von að láta bernskudraum sinn rætast um að vinna í sögunarmyllu í bænum, þá kemst hann að því að ýmislegt hefur breyst. Rólegi bærinn er nú gegnsýrður af eiturlyfjum, ofbeldi og ótta, en margir kenna áhrifum vafasams spilavítis þar sem fyrrverandi... Lesa meira

Þegar fyrrum sérsveitarmaður snýr aftur heim í gamla heimabæinn sinn í uppsveitum Washington ríkis, í þeirri von að láta bernskudraum sinn rætast um að vinna í sögunarmyllu í bænum, þá kemst hann að því að ýmislegt hefur breyst. Rólegi bærinn er nú gegnsýrður af eiturlyfjum, ofbeldi og ótta, en margir kenna áhrifum vafasams spilavítis þar sem fyrrverandi kærasta hans vinnur sem dansari, um. Til að koma hlutum aftur í samt horf í bænum, þá ákveður hermaðurinn, sem nú er orðinn lögreglustjóri í bænum, að láta sverfa til stáls, og uppræta glæpagengin í bænum. ... minna

Aðalleikarar


Kanski svolitið úrelt að fjalla um walking tall. Því að hún kom út fyrir svona hálfu ári síðan, þá á spólu. Jafnvel lengur.


En engu síður ætla ég að gefa henni mína dóma, aðalega því ég var bara rétt í þessu að ljúka við að horfa á hana og er hún því fersk í minninu.


Myndinn er lauslega um Chris Vaughn sem er leikið af the rock(hver skýrir krakkan sinn the rock) sem hefur verið í burtu frá heimabæ sínum í 8 ár, hann hefur verið í hernum, og ætlar sér að setjast að í friðsælum bæ sínum, til frammbúðar, og vinna í myllunni þar sem faðir hans vann í. En nei því miður fyrrum eigandi þessara myllu lokaði henni og opnaði spilavíti. Og með því fylgdi mikið af spillingu og læti. Chris fílar það engan veginn og ætlar sér að grípa til sinna eigin ráða, því hann er víst svo stór og sterkur..


ég reyndar fíla The rock mjög svo, hann er svona gaur sem getur lamið alla, og ég fíla svona myndir sem maður getur setist upp í sófa, fengið sér einn ískaldann, og slappað af og horft á gaur berja svona hundrað mans með berum höndum og al einn.


Þessi mynd er svona í þeim fíling, nema mér fynnst samt einhvernveginn spennan aldrei til staðar. Maður verður aldrei neitt spenntur, því að vondu karlanir eiga eiginlega aldrei séns í The rock í myndinni, svo maður verður aldrei neitt spenntur.


En myndinn var svo sem svona skít sæmileg afþreiging, en ég hef nú séð það betra..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mig fannst þetta frábær mynd, myndin fjallar um mann að nafni Chris (að mig minnir) sem flutti úr bænum sínum í nokkur ár... og svo þegar hann kemur til baka furðast hann á því hversu mikið bærinn hefur breyst og reynir að finna sökudólginn. The Rock er minn uppáhalds leikari hann var geðveikur í The Mummy myndunum og það kveikti áhuga minn á honum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Formúlumynd; já ekki spurning. Þetta er ákaflega dæmigerð hasarmynd og verður að dæma hana sem slíka. The Rock hefur hins vegar rosalega skemmtilega nærveru á skjánum og samstarf hans og Johnny Knoxville gerir þessa mynd betri en hún væri ella. Myndin býður svo sem ekki upp á neina nýja vinkla en hún nýtir efniviðinn mun betur en tíðkast hefur í svona myndum í seinni tíð. Þessar I´m tougher than you myndir eru vissulega að líða undir lok en ef menn vilja sjá svoleiðis myndir þá mæli ég með þessarri umfram það sem ,,leikarar á borð við Stallone, Segal og Van Damme hafa verið að fást við síðustu misserin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd....The Rock sem er að starfa sem fjölbragðaglímukappi passar akkurat í þetta hlutverk.....ég mæli með að fólk horfi á hana....MJÖG góð...ég vona að The ROCK eigi eftir að meika það þarna úti enda er hann með 5 hlutverk í höndunum :D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hafði mjög gaman af rundown og er þetta mjög góð mynd ef þú ert að leita af einfaldri afþreyfingu. Rock stendur sig mjög vel í þessari mynd og það er pottþétt mál að hann er nýja action stjarna Hollywood, einnig er Johnny Knoxville mjög skemmtilegur í þessari mynd. Ég gef henni 3 stjörnur og mæli sterklega með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn