Náðu í appið
Öllum leyfð

Elling 2001

Frumsýnd: 16. nóvember 2001

They're packed and ready for the greatest adventure of their lives. All they have to do is get out of the house.

89 MÍNNorska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Þegar hinn viðkvæmi og ljóðelskandi Elling missir móður sína, sem hefur verið honum til halds og trausts öll 40 ár ævi hans, þá er hann sendur á opinbera stofnun. Þar hittir hann Kjell Bjarne, blíðan risa á fertugsaldri sem er heltekinn af kvenfólki þrátt fyrir að vera hreinn sveinn. Eftir tvö ár saman losna mennirnir tveir út og fá íbúð á vegum ríkisins... Lesa meira

Þegar hinn viðkvæmi og ljóðelskandi Elling missir móður sína, sem hefur verið honum til halds og trausts öll 40 ár ævi hans, þá er hann sendur á opinbera stofnun. Þar hittir hann Kjell Bjarne, blíðan risa á fertugsaldri sem er heltekinn af kvenfólki þrátt fyrir að vera hreinn sveinn. Eftir tvö ár saman losna mennirnir tveir út og fá íbúð á vegum ríkisins og framfærslueyri, í þeirri von að þeir geti séð um sig sjálfir. Í fyrstu er það mikil áskorun að fara bara út í búð, en smátt og smátt læra þeir að lifa á eigin vegum. ... minna

Aðalleikarar


Mjög skemmtileg og huglúf mynd um tvo skrítna kalla sem þurfa að standa á eigin fótum í þjóðfélaginu. Þeim tekst vel til á skoplegan máta og mæli ég eindregið með þessari mynd. Ekki skemmir fyrir að hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2002.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég var kominn út af myndinni og settist inn í bílinn var ég ennþá brosandi. Þessi mynd er frábær vægast sagt! Það er aldrei hægt að segja það að góðar myndir þurfi að vera með þekktum leikurum - framleiddar í Hollívúdd og kosti milljarða í framleiðslu. Þessi mynd er sönnunin á að sú regla er röng. Ég held að það sé rétt að segja líka aðeins frá um hvað myndin er... Elling og Kjell Bjarne eru tveir VIRKILEGA sérstakir gaurar sem hafa nánast alla sína tíð búið á stöðum sem ríkisstjórnin hefur umsjón með. Það er þó komið að því að þeir tveir fá tækifæri til að flytja saman í litla íbúð í miðbænum og athuga hvort líf þeirra breytist ekki til hins betra. Það er ekki laust við það að við þessa flutninga breytist líf þeirra á afdrifaríkan hátt. Elling, sem er nettur og ótrúlega sérvitur, áttar sig allt í einu á því að hann getur farið að yrkja ljóð og fer í krossferð um bæinn að lauma ljóðum inn í súrkálspakka í matvöruverslunum undir dulnefninu E (hann telur það vera meira listamannslegt að fara undir huldu höfði). Kjell Bjarne sem er með konur og kynlíf á heilanum kynnist óléttri konu sem á heima í sama stigagangi - greyið hún .... eða hvað?

Það er hægt að hugsa sér að líkja þessari mynd að mörgu leyti við Engla Alheimsins en samt þó á allt annan hátt - þessi mynd er virkilega fyndin og á margan hátt sérstæð að því leyti að við þekkjum svo mörg einkenni í myndinni úr okkar eigin lífi!!!

Drífið ykkur á þessa áður en hún hættir í bíó!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég heyrði fyrst um þessa mynd bjóst ég alls ekki við miklu en ég var of fordómafullur þá. Vinur minn sem búið hafði í Noregi í 9 ár píndi mig með sér á þessa mynd. Elling fjallar um 2 geðsjúklinga sem deila þurfa íbúð í Osló þegar þeir losna af hæli. Annar þeirra (Sven Nordin) hugsar ekki um annað en klám og viðgerðir en Elling sjálfur (Per Cristian Ellefsen) á sér ekkert sérstakt áhugamál. Þegar Elling missti móður sína fyrir rúmun 2 árum hafði hann aldrei átt í neinum samskiptum við fólk. Ýmist fólk kom að spurja hann spurnonga um líf sitt. Honum fannst þetta fólk alveg eins geta hugsað um sitt líf. Elling nær að verða góður vinur sambýlings síns en þorir varla út fyrir dyr í byrjun. Hann segist eiga tvo óvini sem eru: sviminn og óróleikinn. Þeir virðast alltaf elta hann hvert sem hann fer. Elling losnar seinna við þessa óvini og fattar að hann er ágætt ljóðskáld. Til að koma ljóðum sínum á framfarir með því að kaupa súrkálspakka, skrifa ljóð aftan á hann og skila honum aftur í búðina. Ég verð að segja að það eru fáar myndir sem hafa haft jafn mikil áhrif á mig og þessi en Per Cristian Ellefsen lék Elling snilldarlega. Það versta við myndina voru brandararnir sem eru greinilega bara norskur einkahúmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn