Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Novocaine 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. ágúst 2002

Crime Is Not Only Done By Criminals.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Líf Dr. Frank Sangster, snyrtilegs tannlæknis, er, vegna einnar saklausrar lygi, þegar kynþokkafullur sjúklingur tælir hann og stelur öllum lyfjum af stofunni, allt í einu komið á hvolf og hefur breyst í kviksyndi ólöglegs kynlífs, ólöglegra eiturlyfja, og óútskýranlegs morðs.

Aðalleikarar


Ekki mikið sem kemur á óvart hér, maður veit hvernig myndin endar frá byrjun því maður hefur séð svo margar myndir með sömu formúluna. En samt reyna þeir að gera frumlega mynd og er þessi mynd sérstök á vissan hátt, ekki samt halda að myndin sé léleg því hún er það alls ekki, mjög skemmtileg mynd og ætti engum að leiðast yfir henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis ræma sem sækir talsvert í film-noir stílinn. Minnir á stöku stað á Hitchcock eða jafnvel Billy Wilder.

Fjallar um tannlækninn Frank Sangster, sem lifir, að því honum finnst, alveg ljómandi góðu og umfram allt vel skipulögðu lífi.

Einn daginn kemur inn á stofu hans ung kona sem narrar hann til að skrifa upp á demoról fyrir sig. Það næsta sem hann veit er að hún hefur breytt lyfseðlinum til hins vera og að öllum líkindum stolið heilmiklu magni af kókaínupplausn úr lyfjaskápnum hans, einmitt þegar lyfjaeftirlitið er að gera tékk.

Svo verður það bara verra og verra og verra...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hvorki léleg né góð = standard miðjumoð
Novocaine er kannski ekkert voðalega slæm mynd, en allavega virkaði hún ekki alveg á mig; t.d. fannst mér hún hvorki spennandi né fyndin. Söguþráðurinn hafði heldur ekkert margt upp á að bjóða annað en eitthvað klisju-og formúlukennt plott sem fylgir reglubókinni nokkuð sterkt eftir.

Það helsta sem stóð uppúr myndinni var Steve Martin (alltaf gaman að sjá hann í öðru ljósi - tékkið t.d. á The Spanish Prisoner), enda er hann stórfínn eftir langt hlé í kvikmyndum (nánar til tekið hefur hann ekki látið sjá sig síðan Bowfinger). Helena Bonham Carter fer einnig á kostum og restin af aukaliðinu (þ.e. Laura Dern, Elias Koteas og Scott Caan) er alls ekkert verri. Samt sem áður gerir góður leikur lítið gagn þegar myndin sjálf þjáist svona mikið.

Novocaine byrjar reyndar ósköp vel en í seinni hálfleik fer hún út í drepleiðinlega svikamillu. Og eftir að ég sá myndina gat ég ekki annað en hugsað hversu betri þessi mynd hefði getað orðið, einfaldlega vegna þess að það vantar svo mikið í hana; Húmorinn er ekki nærri því eins dökkur og hann hefði mátt vera, og söguþráðurinn hefði líka vel mátt byggja upp meiri spennu í stað þess að koma sífellt þreytandi plot twist-um á framfæri.

En tónlist Danny Elfman stendur að sjálfsögðu fyrir sínu að venju, og allt í allt er þetta nú svosem skítsæmileg noir mynd, hún sækir kannski fullmikið í "wannabe" Hitchcock-stílinn, svo skilur hún bara alls ekkert eftir sig (myndin hverfur úr minninu eiginlega bara rétt eftir að maður sér hana). Annars eru það þau Steve Martin og Helena Bonham Carter sem bera myndina, þau fá einkunnina.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kom mér þó nokkuð á óvart, þó svo ég geti nú ekki gefið henni of margar stjörnur. Skemmtilegast var að sjá Steve Martin í svolitlu öðru ljósi heldur en hans vanalegu grínistaleik. Myndin fjallar um tannlækni sem kemur sér í vandræði með illa teknum ákvörðunum. Hann lifir vernduðu og góðu lífi, sem breytist á nokkrum dögum í hreint helvíti. Þetta er svona ráðgátu mynd, þar sem maður getur skemmt sér út myndina að geta sér til um hver er vondur og hver er góður. Í heildina þá tekst myndinni ágætlega að búa til ráðgátu, og leikararnir standa sig ágætlega. Það sem vantar, og þá meina ég sko að það algjörlega vantar, er spenna. Myndin slappast frá einu atriðinu inn í annað, og er maður ekkert spenntur eða jafnvel áhugasamur um hvernig þetta allt fer. Svo þegar ráðgátan er leyst, og jafnvel fyrr ef maður var búinn að giska rétt, þá er myndin bara búin fyrir manni. Endirinn er líka voða óraunverulegur, sem ekki í stíl við allt annað í myndinni sem var alveg trúanlegt. Vídd myndarinnar var líka enginn, hún gerist mest öll á um þremur stöðum, og grunar mig að handritið hafi upprunalega verið gert fyrir leikhús. En það var svona gaman að henni, og ekki var hún langdreginn heldur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágæitis film noir um tannlækni sem fellur fyrir sjúklingi sínum og vandræðum sem upphefjast fyrir hann eftir það. Hin þokkalegasta afþreying sem skilur kannski ekki mikið eftir sig en manni er skemmt og leiðist allavega ekki yfir henni. Góður leikur líka en karakterinn hans Martins tekur kannski fullheimskulegar ákvarðanir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn