Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Pollock 2000

Frumsýnd: 9. nóvember 2001

A True Portrait of Life and Art.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 77
/100

Fjallað er um myndlistarmanninn bandaríska Jackson Pollock ( 1912-1956 ) í lok fimmta áratugar síðustu aldar í Life tímaritinu. Í endurliti til 1941, þá býr hann með bróður sínum í pínulítilli íbúð í New York, drekkur of mikið og sýnir eitt og eitt málverk á samsýningum. Þá hittir hann listamakonuna Lee Krasner, sem gerir hlé á eigin ferli til að... Lesa meira

Fjallað er um myndlistarmanninn bandaríska Jackson Pollock ( 1912-1956 ) í lok fimmta áratugar síðustu aldar í Life tímaritinu. Í endurliti til 1941, þá býr hann með bróður sínum í pínulítilli íbúð í New York, drekkur of mikið og sýnir eitt og eitt málverk á samsýningum. Þá hittir hann listamakonuna Lee Krasner, sem gerir hlé á eigin ferli til að gerast félagi hans, elskhugi, eiginkona og aðstoðarkona. Til að koma Pollock frá borgarlífinu, stressinu og fylleríinu, þá flytja þau til Hamptons, þar sem náttúran og bindindið, hjálpa Pollock að ná fullkomnum í stíl: gagnrýnendur lofa hann, og Life tímaritið vill fjalla um hann. En gamlir djöflar banka á dyrnar, og endalokin eru ljót, og snögg.... minna

Aðalleikarar


Pollock er í einu orði sagt stórkostleg mynd. Hún fjallar í stuttu máli um ævi listmálarans Jackson Pollock en frægðarsól hans reis hvað hæst um miðja 20.öldina. Hann var brautryðjandi í svokölluðum slettulistaverkum. Pollock var einfaldur persónuleiki og mjög drykkfelldur. Við fylgjumst með sigrum hans og sorgum í þessari gæðamynd. Ed Harris leikur Pollock (jafnframt því sem hann leikstýrir myndinni) óaðfinnanlega og kemur það mér á óvart að hann skyldi ekki hafa fengið óskarinn, þvílíkur snilldarleikur sem maðurinn sínir. Pollock er hágæðadrama sem engin kvikmyndaunnandi ætti að láta framhjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um ævi og störf málarans Jackson Pollock (Ed Harris). Pollock þykir vera með einum af fremstu málurum aldarinnar en var plagaður af alkóhólisma sem að lokum dró hann til dauða. Sagan byrjar í kringum 1941 eða um það leiti sem hann kynnist eiginkonu sinni Lee Krasner (Marcia Gay Harden) sem verður einnig að umboðsmanni hans (nokkurn veginn). Síðan fylgjumst við með sambandi þeirra í gegnum áratuginn og fram á þann næsta, í gegnum góða tíma og slæma tíma. Það er rauði þráðurinn í gegnum þetta frábæra byrjendaverk Ed Harris sem leikstjóra. Harris sem ávallt er traustur leikari sýnir hér hugsanlega sína bestu frammistöðu á ferlinum með snilldarlegri túlkun sinni á þessum ógæfumanni og snillingi í leiðinni. Í rauninni finnst mér skítt að hann skyldi ekki vinna Óskarinn fyrir frammistöðuna af því að hann ber af öðrum leikurum á árinu. Marcia Gay Harden vann hinsvegar Óskarinn fyrir frábæra túlkun sína á hinni geysisterku og óendanlega þolinmóðu eiginkonu hans sem var liðtækur málari sjálf. Maður getur ekki annað en hrifist af þessum virkilega agaða leik sem hún sýnir í hlutverki konu sem tekur fylliríi og geðsveiflum bónda síns alltaf með sama rökhugsunarhugarfarinu. Það geta einungis sterkar og hjartahlýjar manneskjur og Harden nær að skapa fullkomið mótjafnvægi gagnvart Harris sem leikur eins og oft áður á lágstemmdu nótunum sem virkar fullkomlega í þessu hlutverki. Sú aðferð gerir þessa mynd afar sorglega þegar erfiðu tímarnir hjá þeim hjónakornunum eru. Amy Madigan sem Peggy Guggenheim (listaverkaeigandinn) og Jeffrey Tambor sem Clen Greenberg (gagnrýnandinn) eru síðan mjög traust í tveimur stærstu aukahlutverkunum. En þetta er samt sem áður mynd Ed Harris út í gegn og hann dóminerar algjörlega skjánum þegar hann er á honum. Hann er ekki að leika Jackson Pollock, hann er Jackson Pollock. Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir alla myndlistarunnendur og einnig alla unnendur vel leikinna, vel gerðra hádramatískra mynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn