Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Storytelling 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. nóvember 2001

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Í myndinni eru sagðar tvær sögur og sögusviðið er miðskóli annarsvegar og framhaldsskóli hinsvegar, fortíð og nútíð. Fylgst er með ungum persónum, sem eru bæði vongóðar og eiga í vanda, og við sögu kemur kynlíf, kynþáttur, frægð og misnotkun.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Todd Solondz er einhver athyglisverðasti leikstjóri samtímans.Hann hefur gert myndir eins og Happiness og In the Dollhouse, báðar alveg frábærar. Nýjasta myndin hans heitir Storytelling og er í raun tvær sögur. Fyrri sagan fjallar um unga stúlku sem er í bókmenntafræði og lýsir á átaklegan hátt samskiptum hennar við kennarann sinn sem og aðra bekkjarfélaga. Seinni sagan segir okkur frá manni sem er að gera heimildarmynd um strák sem er að fara í háskóla. Í stuttu máli sagt er hér á ferðinni frábær kvikmynd sem skilur mikið eftir sig. Það sem einkennir myndirnar hans Solondz er að hann sýnir okkur hráan raunveruleikann á mjög svo átaklegan hátt. Hann nær svo miklu út úr leikurunum enda er handritið svo þétt. Myndin er snilld og oft á tíðum er erfitt að horfa. Óborgarleg mynd með frábærum leikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Storytelling er nýjasta mynd leikstjórans sérvitra Todd Solondz, sem sendi síðast frá sér Happiness. Það er ekki gott að reyna að lýsa því um hvað hún fjallar, en við getum sagt að hún fjalli um nokkrar vansælar persónur og hvernig frásagnarlistin snertir líf þeirra. Myndin skiptist í tvær sögur á mjög furðulegan hátt, en fyrri sagan er ca. þriðjungur myndarinnar og fjallar um háskólanema sem eru að læra bókmenntafræði. Selma Blair (sem fólk gæti munað eftir úr Cruel Intentions) fer með aðalhlutverkið í þessum hluta í hlutverki sem er töluverð framför frá Cruel Intentions, en þar virtist hún varla vita hvort hún væri að koma eða fara. Seinni sagan fjallar um seinheppinn náunga sem vill gera heimildarmynd um nútímaunlinga og hvernig hann kynnist einum slíkum og fjölskyldu hans. Paul Giamatti og John Goodman er þekktustu andlitin í þessum hluta, sem er töluvert betri en sá fyrri. Hér er að finna mörg fyndin atriði og eitt alveg óborganlegt þar sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn á einlægt samtal við vinnukonuna á heimilinu á erfiðri stundu. Storytelling er semsagt góð skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af sérvitrum myndum og veldur ekki vonbrigðum sem sköpunarverk þessa leikstjóra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.12.2020

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í beinu streymi

Stafrænni verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður streymt og sjónvarpað beint frá Berlín dagana 8. – 12. desember. Gyða Valtýsdóttir og Kjartan Sveinsson munu meðal annars flytja tónlistaratriði s...

07.03.2012

Andrew Stanton kynnir mátt frásagnar

Óskarsverðlaunaleikstjórinn sem færði okkur m.a. Toy Story, Finding Nemo, Wall-E og John Carter, sem verður frumsýnd nú síðar í vikunni, hefur komið fram í nýju myndbandi frá TED Talks þar sem hann ræðir kjarna frá...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn