Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Sjónvarpsmynd dulbúin gæðaleikurum
Æ, ég veit ekki. Ég var nú frekar ósáttur við útkomuna hér. Kevin Spacey er að vísu alltaf jafn skemmtilegur og hann gerir hverja mynd betri sem hann er í. The Shipping News yrði reyndar hræðileg mynd hefði ekki orðið fyrir þennan trausta leik og þetta magnað lið leikara í aðal og aukahlutverkum.
Judi Dench, Julianne Moore, Cate Blanchett og Scott Glenn standa öll fyrir sínu. Jafnvel sýnir velski rugludallurinn Rhys Ifans á sér nýja hlið og er frábær. Spacey leikur Quoyle, mann sem er nýbúinn að missa eiginkonu sína (Blanchett) og er þar með skilinn eftir í erfiðleikum ásamt 6 ára dóttur sinni. Stuttu eftir að þetta gerist, kemur frænka Quoyle's, Agnes (Dench), í heimsókn. Hún bíður þeim tveimur að flytja með sér í lítið þorp sem hún ólst upp í, og þar fær Quoyle vinnu sem blaðamaður. Svo þegar farið er aðeins framar út í söguþráðinn, kynnist aðalpersónan hinni góðhjörtuðu Wavey (Moore), og þar hefst smá ástarsaga. Takið eftir hve furðuleg nöfnin eru á persónum myndarinnar.
Myndin heldur uppi góðu flæði þar til að hálftími er liðinn, þá fer hún að vera voðalega slöpp, og á þeim tíma gat ég ekki annað en litið á klukkuna annað slagið. Það koma ágætis senur inn á milli en lengdin var alveg að fara í taugarnar á mér. Spacey bjargar myndinni algerlega, þó þetta sé ekki hans besta frammistaða, en hún er samt nógu trúverðug til að hafa átt fá eina Óskarstilnefningu. The Shipping News er alls engin gæðamynd, en er alls engin hörmung. Það er samt sem áður Spacey sem rétt bjargar henni upp úr meðalmennskunni, sem er merki um frábæran leikara.
6/10
Æ, ég veit ekki. Ég var nú frekar ósáttur við útkomuna hér. Kevin Spacey er að vísu alltaf jafn skemmtilegur og hann gerir hverja mynd betri sem hann er í. The Shipping News yrði reyndar hræðileg mynd hefði ekki orðið fyrir þennan trausta leik og þetta magnað lið leikara í aðal og aukahlutverkum.
Judi Dench, Julianne Moore, Cate Blanchett og Scott Glenn standa öll fyrir sínu. Jafnvel sýnir velski rugludallurinn Rhys Ifans á sér nýja hlið og er frábær. Spacey leikur Quoyle, mann sem er nýbúinn að missa eiginkonu sína (Blanchett) og er þar með skilinn eftir í erfiðleikum ásamt 6 ára dóttur sinni. Stuttu eftir að þetta gerist, kemur frænka Quoyle's, Agnes (Dench), í heimsókn. Hún bíður þeim tveimur að flytja með sér í lítið þorp sem hún ólst upp í, og þar fær Quoyle vinnu sem blaðamaður. Svo þegar farið er aðeins framar út í söguþráðinn, kynnist aðalpersónan hinni góðhjörtuðu Wavey (Moore), og þar hefst smá ástarsaga. Takið eftir hve furðuleg nöfnin eru á persónum myndarinnar.
Myndin heldur uppi góðu flæði þar til að hálftími er liðinn, þá fer hún að vera voðalega slöpp, og á þeim tíma gat ég ekki annað en litið á klukkuna annað slagið. Það koma ágætis senur inn á milli en lengdin var alveg að fara í taugarnar á mér. Spacey bjargar myndinni algerlega, þó þetta sé ekki hans besta frammistaða, en hún er samt nógu trúverðug til að hafa átt fá eina Óskarstilnefningu. The Shipping News er alls engin gæðamynd, en er alls engin hörmung. Það er samt sem áður Spacey sem rétt bjargar henni upp úr meðalmennskunni, sem er merki um frábæran leikara.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax Films
Vefsíða:
miramaxhighlights.com/theshippingnews
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
1. mars 2002
VHS:
21. ágúst 2002