Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Shipping News 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. mars 2002

Dive Beneath The Surface

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Quoyle, sem býr í New York, snýr aftur til heimabæjar síns og fjölskyldu hans til langs tíma, lítils fiskibæjar í Nýfundnalandi, ásamt ungri dóttur sinni, eftir erfiða reynslu með móður hennar, Petal, sem seldi hana ólöglega til ættleiðingarskrifstofu. Þó að Quoyle hafi ekki notið velgengni í lífinu til þessa, þá vekur skipafréttadálkur hans í dagblaðinu... Lesa meira

Quoyle, sem býr í New York, snýr aftur til heimabæjar síns og fjölskyldu hans til langs tíma, lítils fiskibæjar í Nýfundnalandi, ásamt ungri dóttur sinni, eftir erfiða reynslu með móður hennar, Petal, sem seldi hana ólöglega til ættleiðingarskrifstofu. Þó að Quoyle hafi ekki notið velgengni í lífinu til þessa, þá vekur skipafréttadálkur hans í dagblaðinu "The Gammy Bird" athygli hjá lesendum, og reynsla hans í bænum á eftir að breyta lífi hans. Þá hittir hann ekkjuna Wavey ...... minna

Aðalleikarar

Sjónvarpsmynd dulbúin gæðaleikurum
Æ, ég veit ekki. Ég var nú frekar ósáttur við útkomuna hér. Kevin Spacey er að vísu alltaf jafn skemmtilegur og hann gerir hverja mynd betri sem hann er í. The Shipping News yrði reyndar hræðileg mynd hefði ekki orðið fyrir þennan trausta leik og þetta magnað lið leikara í aðal og aukahlutverkum.

Judi Dench, Julianne Moore, Cate Blanchett og Scott Glenn standa öll fyrir sínu. Jafnvel sýnir velski rugludallurinn Rhys Ifans á sér nýja hlið og er frábær. Spacey leikur Quoyle, mann sem er nýbúinn að missa eiginkonu sína (Blanchett) og er þar með skilinn eftir í erfiðleikum ásamt 6 ára dóttur sinni. Stuttu eftir að þetta gerist, kemur frænka Quoyle's, Agnes (Dench), í heimsókn. Hún bíður þeim tveimur að flytja með sér í lítið þorp sem hún ólst upp í, og þar fær Quoyle vinnu sem blaðamaður. Svo þegar farið er aðeins framar út í söguþráðinn, kynnist aðalpersónan hinni góðhjörtuðu Wavey (Moore), og þar hefst smá ástarsaga. Takið eftir hve furðuleg nöfnin eru á persónum myndarinnar.

Myndin heldur uppi góðu flæði þar til að hálftími er liðinn, þá fer hún að vera voðalega slöpp, og á þeim tíma gat ég ekki annað en litið á klukkuna annað slagið. Það koma ágætis senur inn á milli en lengdin var alveg að fara í taugarnar á mér. Spacey bjargar myndinni algerlega, þó þetta sé ekki hans besta frammistaða, en hún er samt nógu trúverðug til að hafa átt fá eina Óskarstilnefningu. The Shipping News er alls engin gæðamynd, en er alls engin hörmung. Það er samt sem áður Spacey sem rétt bjargar henni upp úr meðalmennskunni, sem er merki um frábæran leikara.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn