Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mallrats er önnur mynd Kevin smith, og kom hún út ári eftir Clerks, og er þessi mynd engu síðri.
Myndin er lauslega um tvo félaga sem eru báðir sagt upp af kærstum sínum, og fara þeir að vinna í því að fá þær aftur í sitt líf, og gengur það svona á báðum áttum.
Myndin gerst mest allt í verslunarmiðstöð. Jay and Silent bob eru að sjálfsögðu í þessari mynd, og eru þeir náturlega algjörir snillingar.
Mér finnst reindar ekki vera nógu mikið blótað í þessari mynd. Allavega ekki eins mikið og í Clerks, náturlega bara snild sem kemur út úr kjaftinum á Jay, en hann blótar samt ekki eins mikið og í Clerks.
En engu síður algjör snildar mynd, sem fær þrjár stjörnur í kladdan hjá mér.
Skemmtileg mynd. Fyndið hvernig Kevin Smith getur gert svona sögur að góðum myndun. Manni leiðist aldrei, alltaf sniðug og fyndin. Alls ekkert flop. Þess virði að sjá.
Ansi hreint skemmtileg vitleysa um tvo menn í ástarsorg og þær skrautlegu persónur sem verða á vegi þeirra, hvar Jay og Silent Bob eru einna mest áberandi. Einnig er Michael Rooker framarlega í flokki í hlutverki sköllótts og illgjarns djúpulaugarstjórnanda, þó Jason Lee - ásamt náttúrulega Jay og Silent Bob - eigi myndina svotil skuldlausa.
Mallrats er ótrúlega fyndin og góð mynd. Kevin Smith hefur sannað að hann geti gert frábærar myndir(Chasing Amy, Dogma, Clerks sem er örugglega góð og svo líka nýjasta mynd kappans, Jay and Silent Bob strike back, sem ég vona að verði góð). Jason Lee og allt hitt leikaraliðið í myndinni er alveg frábært. Mynd sem virkilega er hægt að mæla með.
Þetta er besta mynd leikstjórans. Mér finnst hún bara vera drepfyndin og stórskemmtileg. Jay og Bob eru teir skemmtilegustu karakterar sem ég hef séð lengi( get ekki beðið eftir að sjá Jay & Silent Bob Strike Back). Ég mæli samt með öllum myndum Smits. Sjáið þær allar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R