Hálf stjarna ?!? núna hugsa menn með sé, Fyrir hvað á þessi mynd hálfa stjörnu skilið ? Jú, fyrir að vera í RoboCop seríunni.
En þessi krakka mynd er alveg hrillilega slöpp, og ég þurfti nokkra daga til að geta horft á hana, náð mest 20 mín áður en ég sofnaði eða gafst upp.
Sagan er sú sama og í fyrri myndunum. RoboCop er að berjast við bófa til að halda götum Detriot hreynum. Þegar lögreglumennirnir fara verða full harkalegir við heimilislaust fólk í einu blokkarhverfi, þá snýst RoboCop gegn lögreglunni og gengur í lið með uppreistnarmönnum sem eru að berjast gegn yfirvöldum borgarinnar.
Leitin af hinum mannlega hluta úr fyrra lífi RoboCop heldur áfram í þessar og kemst hann einu skrefi nær, en ég verð nú að segja að leitin af mannlegri hegðun hjá Data í Star Trek: The Next Generation er mun áhugaverði.
Þessi mynd hefur skelfilega þunnan söguþráð, fyrirsjánlegur og leiðinlegur. Persónurnar eru svo leiðinlegar að maður vonast alltaf eftir því að sérsveitar mennirnir komi og slátri þessum uppreystnarmönnum, svo að myndin geti nú endað. Ég mundi ekki mæla þessari mynd fyrir neinn, nema þá til að geta sagst hafa séð allar RoboCop myndirnar eða þá að menn séu sérstakir áhugamenn um lélegar bíómyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei