Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
American Outlaws er alveg ágætis vestri sem fjallar um nokkra unga bændur sem taka höndum saman þegar spilltur lestarjöfur hefur náð bóndabæjunum þeirra á sitt vald með ólöglegum aðferðum. Þeir leggja upp í mikla hefndarför og verða að alræmdustu útlögum í sögu Vestursins og foringi þeirra er engin annar en goðsögnin Jesse James. Les Mayfield leikstýrir hér hópi ungra leikara og það verður að segjast að gallinn við þessa mynd er einmitt leikurinn. Colin Farrell leikur Jesse og er í raun hlægilegur. Það var pínlegt að horfa á hann reyna að vera bæði þessi harði kúreki og mjúkur kvennamaður. Það má samt vel hafa gaman af þessari mynd, hún er hröð og það er mikið um skotbardaga. Samt er þessi mynd bara í meðallagi því leikurinn er slæmur og handritið gloppótt.
Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í þegar að ég fór á hana í bíó á sínum tíma svo að ég varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum.
Þetta er besti vestri af þessu tagi sem hefur komið út í langan tíma eða alveg frá því að Young Guns 2 kom út.
Myndin segir frá baráttu bændanna við lestarfélagseigendurna og hún gerir það mjög vel með skemmtilegum húmor góðri tónlist og flottum skotbardaga senum.
Þetta er mynd fyrir alla sem hafa gaman af góðum vestra þó svo að sumum finnist söguþráðurinn pínulítið þunnur þá er þetta bara Hollywood mynd.
Ömurleg afbökun á einni athyglisverðustu útlagasögu vestursins, og jaðrar við að vera söguleg nauðgun.
Það sem bjargar þessari mynd frá því að enda sem kalkúnn eru leikararnir, sem sumir hverjir standa sig ágætlega og fer þar Timothy Dalton fremstur í flokki.
Bendi áhugasömum frekar á myndina Frank & Jesse, mun betri mynd um sama efni.
Mér leiddist engan veginn
American Outlaws er frekar vanmetin mynd að mínu mati og hefur verið hökkuð niður af flestum gagnrýnendum, en það finnst mér vera frekar mikil synd. Því að hér er á ferðinni bara hinn fínasti vestri (verst að slík gerð kvikmynda sé mjög sjaldséð í dag) sem fókusar aðeins á fjörið og lætin, og gerir það með stæl.
Fínir leikarar, fínn hasar og fínn húmor. Ekkert gæðaefni, bara mjög ásættanlegt. Colin Farrell leikur útlagann Jesse James, og er ekki neitt slæmur í því hlutverki, þó að hann hafi verið einum of flatur stundum, en vonandi gengur honum betur í Minority Report (sem á væntanlega eftir að vera mögnuð). Ali Larter (úr Legally Blonde) oflék líka hlutverk sitt sem saklausa eiginkonan sem kom ofurþunna plottinu lítið við, og Scott Caan (sonur James Caan, að sjálfsögðu...) var nú heldur ekki neitt sérstakur, þó að hann hafi verið miklu verri áður fyrr.
Þessi mynd er fremur misjöfn en samt sem áður prýðilega heppnuð blanda af hasar og gríni. Húmorinn er oft ágætur en oft á tíðum fer hann út í eitthvað rugl, en hasarinn er hins vegar skemmtilegur og má það einnig finna nógu mikið magn af honum. American Outlaws á samt veikari hliðar, eins og m.a. söguþráðurinn og einnig hinn drepleiðinlegi Timothy Dalton, sem fór hér meira í taugarnar á mér en nokkru sinni fyrr með þennan forljóta hreim. Svo hefði ég líka viljað sjá öðruvísi endi, vegna þess að myndin verður búin um leið og maður á síst von á því. Í heildina er þetta gölluð en sakleysislega skemmtileg mynd. Ekki búast við Peckinpah eða Sergio Leone.
6/10
American Outlaws er frekar vanmetin mynd að mínu mati og hefur verið hökkuð niður af flestum gagnrýnendum, en það finnst mér vera frekar mikil synd. Því að hér er á ferðinni bara hinn fínasti vestri (verst að slík gerð kvikmynda sé mjög sjaldséð í dag) sem fókusar aðeins á fjörið og lætin, og gerir það með stæl.
Fínir leikarar, fínn hasar og fínn húmor. Ekkert gæðaefni, bara mjög ásættanlegt. Colin Farrell leikur útlagann Jesse James, og er ekki neitt slæmur í því hlutverki, þó að hann hafi verið einum of flatur stundum, en vonandi gengur honum betur í Minority Report (sem á væntanlega eftir að vera mögnuð). Ali Larter (úr Legally Blonde) oflék líka hlutverk sitt sem saklausa eiginkonan sem kom ofurþunna plottinu lítið við, og Scott Caan (sonur James Caan, að sjálfsögðu...) var nú heldur ekki neitt sérstakur, þó að hann hafi verið miklu verri áður fyrr.
Þessi mynd er fremur misjöfn en samt sem áður prýðilega heppnuð blanda af hasar og gríni. Húmorinn er oft ágætur en oft á tíðum fer hann út í eitthvað rugl, en hasarinn er hins vegar skemmtilegur og má það einnig finna nógu mikið magn af honum. American Outlaws á samt veikari hliðar, eins og m.a. söguþráðurinn og einnig hinn drepleiðinlegi Timothy Dalton, sem fór hér meira í taugarnar á mér en nokkru sinni fyrr með þennan forljóta hreim. Svo hefði ég líka viljað sjá öðruvísi endi, vegna þess að myndin verður búin um leið og maður á síst von á því. Í heildina er þetta gölluð en sakleysislega skemmtileg mynd. Ekki búast við Peckinpah eða Sergio Leone.
6/10
Myndin segir sögu Jesse James og félaga hans sem koma heim eftir að borgarastyjöldinni líkur árið 1865. Þegar heim er komið er útlitið ekki gott þar sem bændur eru hraknir af býlum af eigendum lestarfélagsins. Þessi átök harðna sífellt þar til þeir enda á að drepa móður Jesse(Kathy Bates). Þá upphefst röð rána sem gerð eru í þeim tilgangi að stöðva framgang járnbrautarfélagsins. Þessi mynd segir í raun sögu Jesse í Robin Hood útgáfu sem er víst ekki svo fjarri lagi miðað við sögubækur. í myndinni eru nokkrir af svona semi þekktum leikurum sem þú kannast líklega við eins og td. Timothy Dalton...... Myndin alls ekki svo slæm, það gæti reyndar verið að manni finnist hún betri en hún í raunninni þar sem nokkuð langt er síðan maður sá vestra síðast. En þeir sem vilja sjá gamla góða vestra er bent á Fistfull of Dollars(Clint Eastwood 1964)Good, The Bad And The Ugly(Clint Eastwood 1966)og svo mun nýrri myndir en þó ekki það nýjar Young Guns myndirnar (1998 0g 1990)
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
1. febrúar 2002
VHS:
24. júní 2002