Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Glass House 2001

Frumsýnd: 14. desember 2001

Be Careful Who You Trust

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Þegar foreldrar Ruby Baker láta lífið í bílslysi þá þurfa hún og bróðir hennar, Rhett, að fara til Malibu, til að búa þar hjá Terrence og Erin Glass, fyrrum nágrönnum þeirra. Í fyrstu gengur allt vel. Ruby eignast nýja vini í skólanum og Rhett fær fleiri tölvuleiki og meira dót en hann hefur nokkru sinni fengið áður. Þegar Ruby talar við lögmann... Lesa meira

Þegar foreldrar Ruby Baker láta lífið í bílslysi þá þurfa hún og bróðir hennar, Rhett, að fara til Malibu, til að búa þar hjá Terrence og Erin Glass, fyrrum nágrönnum þeirra. Í fyrstu gengur allt vel. Ruby eignast nýja vini í skólanum og Rhett fær fleiri tölvuleiki og meira dót en hann hefur nokkru sinni fengið áður. Þegar Ruby talar við lögmann dánarbús fjölskyldunnar þá segir hann henni að foreldrar hennar hafi arfleitt þau systkinin að 4 milljónum Bandaríkjadala. Skyndilega fer Ruby að taka eftir furðulegri framkomu Terry og Erin í þeirra garð.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Hressandi spennutryllir eftir mannin sem gerði Eyes Wide Shut. Ung stelpa og strákur missa foreldra sína og lenda hjá guðföður og guðmömmu þeirra. En mamman reynist vera á lyfjum og maðurinn ætlar að drepa þau.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin fjallar um stelpu og strák sem missa foreldra sína og enda hjá guðfaðir og guðmóðir þeirra. Konan reynist vera dópisti sem er á lyfjum og maðurinn ætlar að drepa börnin. Börnin þurfa að reyna að bjargast í þessu húsi á meðan maðurinn reynir að drepa þau. Myndin er mjög vel leikin og skrifuð og hún er í anda Don't say a word.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi myndi kom mér þægilega á óvart, eftir að ég hafði lesið suma dóma hér á síðunni. Eiginkonan var búinn að óska eftir henni þessari þó nokkrum sinnum og alltaf þráaðist ég við. Ég er nefnilega enginn áhugamaður á ‘bregðu-myndum’, þar sem söguþráður víkur fyrir það eitt takmark að bregða áhorfendum (sem er oft misskilin leið til að búa til spennu). The Glass House er ekki þessháttar mynd, og mig grunar að kannski sé það þessvegna sem margur hér á kvikmyndum.is hafur gefið henni slaka dóma. Hér er reynt að fara aðra leið en oft áður, með því að halda sig í við raunveruleikann í alla staði og gera ekki söguhetjuna að einhverjum hálfvita sem bregst bjánalega við í aðstæðum sem þessum. Það góða við myndina var að stelpan var frá upphafi með það á hreinu að ekki væri allt með felldu, og gerði eitthvað í því. Yfirvöldin voru líka strax hluti af dæminu, í staðinn fyrir að það sé einhver vondur kall hjá yfirvaldinu sem trúir ekki fórnarlambinu! Það var líka gaman að fylgjast með Glass hjónunum, en þau voru svona mátulega óvenjuleg, og sést vel hvernig þau hafa smátt og smátt tapað áttum. Sérstaklega fannst mér vel gert atriði þar sem Mr. Glass er að biðja um lán í banka nokkrum, sem sýnir rosa vel að hér er um venjulegan mann að ræða. Þannig að í heildina fannst mér ég fá svona mátulegan skammt af spennu, í frekar raunsæju umhverfi og með góðum leikurum í hverju horni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góður leikur dregur þessa mynd upp úr ruslahaugnum, hvar hún annars ætti heima. Stellan Skarsgard er þar fremstur í flokki og má segja að oft á tíðum eigi hann myndina svo til skuldlausa. Að öðru leyti er þetta ófrumlegt, fyrirsjáanlegt, og það sem verst er, leiðinlegt rusl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er bara alveg ágætis skemmtun fyrir utan að maður getur ímyndað sér í endinn hvað skeður næst,já nú kemur þetta,aah vissi það!

en ég ætla að gefa þessari mynd 2 stjörnur fyrir spennu,en enga fyrir leik,en ekki vera að líta framhjá myndinni,eins og ég sagði áðan,

Þetta er ágætis skemmtun,alveg til enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn