Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Contact 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. september 1997

Get ready to take a chance on something that just might end up being the most profoundly impactful moment for humanity, for the history... of history.

150 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 62
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hljóð og Jodie Foster var tilnefnd fyrir leik í aðalhlutverki á Golden Globe

Stjörnufræðingurinn Dr. Ellie Arroway hefur lengi haft áhuga á því að ná sambandi við verur frá öðrum hnöttum. Hún smitaðist af þessum áhuga frá föður sínum í barnæsku, Ted Arroway, sem lést þegar hún var aðeins níu ára gömul, og skildi hana eftir munaðarlausa. Nú vinnur hún að leit að lífi á öðrum hnöttum og allt hennar starf byggist á... Lesa meira

Stjörnufræðingurinn Dr. Ellie Arroway hefur lengi haft áhuga á því að ná sambandi við verur frá öðrum hnöttum. Hún smitaðist af þessum áhuga frá föður sínum í barnæsku, Ted Arroway, sem lést þegar hún var aðeins níu ára gömul, og skildi hana eftir munaðarlausa. Nú vinnur hún að leit að lífi á öðrum hnöttum og allt hennar starf byggist á því að heiðra minningu föður síns. Allt síðan The National Science Foundation (NSF) hætti að styrkja verkefnið, þar sem margir, þar á meðal yfirmaður hennar David Drumlin, teljar að hér sé meira um vísindaskáldskap að ræða en vísindi, hefur Ellie haldið áfram ásamt samstarfsmönnum, að leita að fjármagni til að halda þessari leit áfram. Þegar Ellie og samstarfsmenn hennar heyra eitthvað "spjall" frá stjörnunni Vega,telur Ellie sig hafa sannað mál sitt. Það er þó skammvinn sæla þegar aðrir, þar á meðal stjórnmálamenn, herinn, trúarleiðtogar og vísindamenn eins og Drumlin, tjá sig um málið...... minna

Aðalleikarar


Ok, ég er sá eini sem fær þann leiðinlega heiður að rakka myndina niður. Ég var ekki sáttur við Contact. Fannst sagan frekar súr og meikaði engan sens. En ég ætla þó að hrósa henni fyrir flottar tæknibrellur, listræna stílinn og frammistöðu Jodie Foster, sú eina sem eitthvað er varið í hér. Þrátt fyrir að hafa athyglisvert umræðuefni, þá náði hún ekki að heilla mig jafn mikið og Forrest Gump, Back To the Future og What Lies Beneath gerðu. En hey, við höfum öll mismunandi stíl á kvikmyndum. En ef þið hafið gaman af stjörnufræði og vísindum, þá gæti þessi vel hentað ykkur. En hún virkaði ekki fyrir minn smekk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um unga konu, Ellie sem þráir ekkert heitar heldur en að finna líf á öðrum hnöttum. Þegar hún var lítil voru hún og pabbi hennar alltaf að fylgjast með himninum í stjörnukíkji ogað reyna ná sambandi við umheiminn. Svo gerist það að pabbinn er bráðkvaddur og stelpan missir manneskjuna sem elskar mest af öllum. Myndin gerist samt aðallega þegar hún er fullorðinn kona. Þá gerist það að hún nær sambandi við aðra plánetu eða vídd (Vega). Þá fara hjólin að snúast og Ellie fær tækifæri til að sanna sig. Irr ég var svo reið þegar ég horfði á myndina og það var einhver karl sem stal alltaf af henni hrósinu. Þessi mynd er frábær og Jodie æðisleg að venju.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um konu sem að nær skilaboðum úr geimnum. Ég hafði ekki gert mér miklar vonir til þessarar myndar en hún var mjög góð og ég mæli eindregið með henni. Eini gallinn er að hún er langdreginn en annars er þetta ein af bestu vísindaskáldsögum sem ég hef séð. Hún verðskuldar alveg þessar 3 stjörnur. Hún er ekki mynd til að hafa í afmæli eða eitthvað svoleiðis.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórkostleg mynd óskarsverðlaunaleikstjórans Roberts Zemeckis "Forrest Gump" er af mörgum talin ein af bestu myndum hans, enda hafa gagnrýnendur lofað hana í hástert. Myndin er byggð á metsölubók stjarnfræðingsins og vísindamannsins Carls Sagan og skartar þeim Jodie Foster og Matthew McConoughey í aðalhlutverkunum. Með önnur stór hlutverk í myndinni fara þekktar stjörnur eins og James Woods, John Hurt, Angela Bassett og Tom Skerritt. Myndin segir frá vísindakonunni Ellie Arroway sem segja má að hafi leitað svara allt sitt líf. Þegar hún var ung stúlka sat hún tímunum saman við stuttbylgjutækið, í þeirri von að einhver, einhvers staðar, myndi svara hennar eigin kalli. Í kjölfar dauða föður síns ákvað hún síðan að helga líf sitt vísindunum - því eina sem hún taldi að gæti veitt svör við spurningum hennar. Eftir því sem árin liðu tók hún síðan að beina athyglinni í stöðugt ríkari mæli út í himingeiminn, sífellt sannfærðari um að þar væri eitthvað að finna annað en endalaust tóm. Hún barðist fyrir því að fá aðstöðu til að geta hlustað eftir einhverjum merkjum og vegna dugnaðar síns tókst henni að fá því framgengt. Og morgunn einn gerist það! Frá hinni fjarlægu ströndu Vega taka skyndilega að berast skýr merki sem í huga Ellie taka af allan vafa um að líf sé að finna á öðrum hnöttum. Og við rannsókn þessara merkja kemur einnig í ljós að þau innihalda teikningar að einhvers konar geimfari sem gert gæti mönnum fært að ferðast lengra en nokkurn tíma áður. Hvaðan kemur þetta? Hverjir sendu það? Þýðir þetta nýja von fyrir allt mannkyn eða er þetta byrjunin á endalokunum? Hér er á ferðinni frábær kvikmynd sem ég gef þrjár og hálfa stjörnu og hvet ég ennfremur eindregið alla til að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Áður en ég sá þessa mynd hafði ég ekki heyrt mikið um hana og vissi í raun ekkert um hana nema að hún gerist í geimnum. Því sem ég bjóst við var ömurleg geimmynd en ég fékk eitthvað allt annað. Því þótt hún fjalli í raun um kynni manna við geimverur þá fer hún yfir margt meira en það. Það eina sem kemur í veg fyrir að hún fái betri einkunn er það að hún er langdreginn en annars er þetta góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.12.2020

Ekki gott lúkk, Zemeckis

Strætó-útgáfan:Þessi saga Roald Dahl býður upp á spennandi útfærslu, en hér er því miður um áhrifalitla útgáfu að ræða. The Witches frá Robert Zemeckies er flækt í tónaglundroða og sjónarspilið er s...

16.07.2020

20 svalar staðreyndir um The Matrix

Vísindaskáldsagan og „cyberpunk“ hasarmyndin The Matrix var gefin út vestanhafs þann 31. mars árið 1999 og hefur átt góðu gengi að fagna síðan, meðal annars sem ein ástsælasta mynd sinnar tegundar, gríðarlegur br...

01.07.2020

Með stórt hjarta og starfandi heila: Stjarnfræðilega tilþrifaríkt tilfinningaklám

Interstellar frá 2014 fer rakleiðis á þann lista yfir kvikmyndir sem best skal njóta á stærsta skjánum í þínum radíus og með hljóðið alveg í nötrandi botni (innan þægindamarka þó, vitaskuld). Enn þann dag í dag er ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn