Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dracula 2001 2000

(Dracula)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. maí 2001

The Most Seductive Evil of All Time Has Now Been Unleashed in Ours.

99 MÍNEnska

Dracula 2001 hefst á því að hátæknihryðjuverkamenn brjótast inní rammgerða byggingu í London. Í kjallara byggingarinnar er leyndardómsfull grafhvelfing. Grafhvelfingin hefur ekki verið opnuð í 100 ár enda sérstök ástæða fyrir því. Það er enginn annar en Drakúla greifi sem hvílir í kistunni og hann verður frelsinu feginn. Hryðjuverkamennirnir flytja... Lesa meira

Dracula 2001 hefst á því að hátæknihryðjuverkamenn brjótast inní rammgerða byggingu í London. Í kjallara byggingarinnar er leyndardómsfull grafhvelfing. Grafhvelfingin hefur ekki verið opnuð í 100 ár enda sérstök ástæða fyrir því. Það er enginn annar en Drakúla greifi sem hvílir í kistunni og hann verður frelsinu feginn. Hryðjuverkamennirnir flytja kistuna til Bandaríkjanna en vélin kemst ekki á leiðarenda. Hún ferst skammt frá gleðiborginni New Orleans. Og það er núna sem hinn alvöru blóðugi hryllingur hefst. Enginn verður óhultur. Konur standast ekki Dracula og það sem meira er, greifinn vel tennti leitar að ákveðinni konu í New Orleans sem varpar frekari ljósi á tilvist hans. En það verður að stöðva Dracula hvað sem það kostar. Þeir einu sem geta stöðvað hann eru Van Helsing (Christopher Plummer) og Simon (Jason Lee Miller). Það styttist í heiftarleg átök. ... minna

Aðalleikarar


Svona alltílæ mynd um Dracula sem gengur lausum hala árið 2001 og vafasamar áætlanir hans og allt þetta stefnir út í endaplott sem má eiga það að er frumlegt svo ekki sé meira sagt. Leikurinn er þó aldeilis ekki upp á marga fiska og leikararnir eru hver af öðrum verri nema Christopher Plummer sem er langskástur. Þessi mynd hefur mjög lítinn óhugnað en heldur þó sæmilegum dampi allan sýningartímann og veldur aldrei leiða. Andskotinn allur af Dracula myndum hafa verið gerðar síðan ég veit ekki hvenær og ég skammast mín fyrir að segja að ég hef ekki séð nema brotabrot af þeim en þó get ég fullyrt að þessi finnst mér vera langtum skárri heldur en sorpið sem Francis Ford Coppola gerði svona til þess að nefna eitthvað. Með innihaldsríkara handriti,betri leik,flottari umgjörð og miklu minni dramatík hefði þessi mynd getað orðið jafnvel frábær en því miður þá bara misheppnaðist hún. Shit happens. Eina ástæðan fyrir því að myndin fær ekki lægri einkunn frá mér er sú að mér einhvernveginn finnst hún alls ekki leiðinleg heldur alveg þokkaleg. Tvær stjörnur er minn dómur. Engin rosaleg hrollvekja en áhorfsins verð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki það góð mynd, en hefur eitt sem er svo virði þess að sjá hana... einn mest sjarmerandi Dracula kvikmyndasögunnar. Það ætti að vera nóg, en ananrs hefur þessi mynd fínt andrúmsloft þó allir hinir leikararnir sucka. En Gerard Butler er himneskur þarna, endilega sjáið myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er nokkuð góð. Flott og soldið scary. Sérstaklega fyrir hlé. Eftir hlé er ekki eins scary. Nokkur atriði sem eru heimskuleg en flottu atriðin bæta það upp. Mynd sem ég mæki eindregið með enn þó ekki fyrir viðkvæmar sálir(dö). Kíkið á hana. Myndin er þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var hissa að hægt var að hafa gaman af þessari Dracula mynd. Hún var ekkert rosa en hún skemmti manni samt. Alger B-mynd. En góðir leikarar, góð leikstjórn og nokkuð ágætt handrit. 2 og hálf fyrir þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór ekki á þessa mynd í bíó því að mig grunaði að hér væri á ferðinni slöpp mynd. Ég hafði rangt fyrir mér. Það er of gott að segja að hér sé á ferðinni slöpp mynd því þetta er afspyrnu leiðileg mynd, algjört rusl. Söguþráðurinn er í stuttu máli um það að menn brjótast inn í hvelfingu (í banka eða gimsteinabúð eða hvað þetta var nú) og stela kistu, já og Drakúla er í henni. Auðvitað vaknar gamli maðurinn og þá er fjandinn laus, eða Drakúla réttara sagt. Þetta er án efa ein sú allra leiðilegast kvikmynd sem ég hef séð. Leikararnir eru hlægilegir, söguþráðurinn fáránlegur, umgjörðin alveg úr í hött. Sem sagt - ÖMURLEG mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn