Svona alltílæ mynd um Dracula sem gengur lausum hala árið 2001 og vafasamar áætlanir hans og allt þetta stefnir út í endaplott sem má eiga það að er frumlegt svo ekki sé meira sagt. Leikurinn er þó aldeilis ekki upp á marga fiska og leikararnir eru hver af öðrum verri nema Christopher Plummer sem er langskástur. Þessi mynd hefur mjög lítinn óhugnað en heldur þó sæmilegum dampi allan sýningartímann og veldur aldrei leiða. Andskotinn allur af Dracula myndum hafa verið gerðar síðan ég veit ekki hvenær og ég skammast mín fyrir að segja að ég hef ekki séð nema brotabrot af þeim en þó get ég fullyrt að þessi finnst mér vera langtum skárri heldur en sorpið sem Francis Ford Coppola gerði svona til þess að nefna eitthvað. Með innihaldsríkara handriti,betri leik,flottari umgjörð og miklu minni dramatík hefði þessi mynd getað orðið jafnvel frábær en því miður þá bara misheppnaðist hún. Shit happens. Eina ástæðan fyrir því að myndin fær ekki lægri einkunn frá mér er sú að mér einhvernveginn finnst hún alls ekki leiðinleg heldur alveg þokkaleg. Tvær stjörnur er minn dómur. Engin rosaleg hrollvekja en áhorfsins verð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei