Náðu í appið
Dracula 2001

Dracula 2001 (2000)

Dracula

"The Most Seductive Evil of All Time Has Now Been Unleashed in Ours."

1 klst 39 mín2000

Dracula 2001 hefst á því að hátæknihryðjuverkamenn brjótast inní rammgerða byggingu í London.

Deila:
Dracula 2001 - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Dracula 2001 hefst á því að hátæknihryðjuverkamenn brjótast inní rammgerða byggingu í London. Í kjallara byggingarinnar er leyndardómsfull grafhvelfing. Grafhvelfingin hefur ekki verið opnuð í 100 ár enda sérstök ástæða fyrir því. Það er enginn annar en Drakúla greifi sem hvílir í kistunni og hann verður frelsinu feginn. Hryðjuverkamennirnir flytja kistuna til Bandaríkjanna en vélin kemst ekki á leiðarenda. Hún ferst skammt frá gleðiborginni New Orleans. Og það er núna sem hinn alvöru blóðugi hryllingur hefst. Enginn verður óhultur. Konur standast ekki Dracula og það sem meira er, greifinn vel tennti leitar að ákveðinni konu í New Orleans sem varpar frekari ljósi á tilvist hans. En það verður að stöðva Dracula hvað sem það kostar. Þeir einu sem geta stöðvað hann eru Van Helsing (Christopher Plummer) og Simon (Jason Lee Miller). Það styttist í heiftarleg átök.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (9)

★★★☆☆

Svona alltílæ mynd um Dracula sem gengur lausum hala árið 2001 og vafasamar áætlanir hans og allt þetta stefnir út í endaplott sem má eiga það að er frumlegt svo ekki sé meira sagt. Leik...

Ekki það góð mynd, en hefur eitt sem er svo virði þess að sjá hana... einn mest sjarmerandi Dracula kvikmyndasögunnar. Það ætti að vera nóg, en ananrs hefur þessi mynd fínt andrúmslof...

Þessi mynd er nokkuð góð. Flott og soldið scary. Sérstaklega fyrir hlé. Eftir hlé er ekki eins scary. Nokkur atriði sem eru heimskuleg en flottu atriðin bæta það upp. Mynd sem ég mæki e...

Ég var hissa að hægt var að hafa gaman af þessari Dracula mynd. Hún var ekkert rosa en hún skemmti manni samt. Alger B-mynd. En góðir leikarar, góð leikstjórn og nokkuð ágætt handrit...

Ömurleg mynd . Móðgun við hina snilldarlegu goðsögn og skáldsögu Bram Stokers(besta myndin er Dracula frá 1992). Hálf stjarna dyrir Christopher Plummer sem er þó ekkert sérstakur miðað ...

Mjög góð mynd að flestu leyti, svolítið fyrirsjánleg bregðuatriði. Það er kannski orðið erfitt að hafa þau ekki fyrirsjáanleg eftir hryllingsmyndaflóðið þessi síðustu ár. Hugmyn...

Ég verð að segja að ég bjóst ekki við miklu þegar ég ákvað að horfa á þessa mynd. Hélt að þetta væri enn ein blóðsugu myndin sem fetaði í fótspor mynda eins From dusk till dawn...

Þessi Draculamynd nær þeim vafasama heiðri að vera sú alversta af þeim u.þ.b. 40 Draculamyndum sem ég hef séð. Hún er meira að segja mun verri - og leiðinlegri - en Blackula og hin alvon...

Framleiðendur

Wes Craven Films
Dimension FilmsUS
Neo Art & Logic