Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Óskabörn þjóðarinnar 2000

(Plan B report)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. nóvember 2000

72 MÍNÍslenska

Kvikmyndin Óskabörn Þjóðarinnar segir frá ógæfusömu fólki í Reykjavík á raunsæjan hátt. Hún er skrifuð með það í huga að poppmenningin fái að njóta sín. Þá á höfundur við menningu sem ekki er auðvelt að taka eftir, t.d. flest allt sem hefur verið vinsælt hjá almenningi á öllum tímum á tuttugustu öldinni. Eins og nafnið gefur til kynna er... Lesa meira

Kvikmyndin Óskabörn Þjóðarinnar segir frá ógæfusömu fólki í Reykjavík á raunsæjan hátt. Hún er skrifuð með það í huga að poppmenningin fái að njóta sín. Þá á höfundur við menningu sem ekki er auðvelt að taka eftir, t.d. flest allt sem hefur verið vinsælt hjá almenningi á öllum tímum á tuttugustu öldinni. Eins og nafnið gefur til kynna er höfundur að leika sér með öfugsnúnar túlkanir; fyrir rétt rúmum hundrað árum var óskabarn þjóðarinnar Jón Sigurðsson. Í dag eru óskabörnin ekkert nema litlir karamelluþjófar og eiturlyfjafíklar sem lifa og hrærast í eigin draumum sem eiga sér enga stoð í raunvöruleikanum. Þess er fólk sem á sér ekki viðreisnar von vegna sjúklegs ástands. Kvikmyndin er innleg í melódramatískt raunsæi samtímans með svörtum húmor sem er lýst út frá sjónarhorni smákrimmans á sjálfan sig og aðra smákrimma.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn