Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The End of the Affair 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. apríl 2000

The end was just the beginning.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Maurice Bendrix hittir Henry Miles fyrir tilviljun á rigningarkvöldi árið 1946 í London. Miles er eiginmaður fyrrum hjákonu Bendrix, Sarah, sem hætti að hitta Miles tveimur árum fyrr. Áhugi Bendrix á Sarah tendrast á ný; afbrýðisemi blossar upp og hann fær mann til að elta hana og fylgjast með henni.

Aðalleikarar


Einstakelga falleg og vel unnin mynd. Leikurinn og kvikmyndatakan er til fyrirmyndar. Styrkur myndarinnar er þó ekki söguþráðurinn heldur frásagnahátturinn. Myndin er glæsilega upp byggð og er full af tilvísunum fram og aftur í myndina. Formulistar ættu að hafa gaman af þessari mynd. Þótt sagan sé ósköp venjuleg Rómíó og Júlíu saga þá ætti enginn að láta blekkjast því undir niðri er að finna mun dýpri þræði, heit og rofin heit, traust og vantraus, kraftaverk, trú og að lokum hin eilífa spurning um tilvist og inngrip Guðs. Hafið þið annars veitt því athygli hve trúarþemu eru að verða vinsæl í kvikmyndum (eftir langa þögn). Þetta á bæði við um hasamyndir eins og The Matrix og The End of Days sem og drama eins og Magnolia og The Cider House Rules (svo aðeins séu nefndar nokkrar myndir). Pleasantville var sérstaklega skemmtilegt dæmi þar sem unnið var á mjög frumlegan hátt með söguna af Adam og Evu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var búin að horfa á þessa mynd einu sinni, þá í bíó, og fannst hún þá ekkert sérstök. Ákvað svo að taka hana á videó eitt kvöldið og gefa henni annan séns. Sá séns bjargaði öllu. Það er miklu skemmtilegra að sjá hana í annað skiptið heldur en það fyrsta. Þú hefur miklu betri yfirsýn yfir alla hluti sem að gerast og það er mjög mikilvægt fyrir söguna. Sagan sjálf verður stundum galli í myndinni, en það gerist ekki mjög oft. Aftur á móti er frásögnin algjör snilld. Neil Jordan tekts að gera fullkomna blöndu af fortíð, nútíð og framtíð. Frásögnin aðstoðar handritið á mörgum stöðum í myndinni og gerir hana að miklu betri mynd. Ralph Fiennes er alltaf mjög góður í hlutverki hins tilfinningabælda manns (sjá t. d. The English Patient) og stendur sig mjög vel. Á eftir honum koma Julianne Moore og Stephen Rea með mjög örruggan leik og ekki er mikið um galla hjá þeim. Yfirhöfuð er þetta góð mynd með mjög sterkan boðskap sem að kemur ekki fram fyrr en í síðari hluta myndarinnar. Sá boðskapur, frásögnin og Ralph Fiennes eru bjargvættar myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn