Náðu í appið
Öllum leyfð

The Straight Story 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. mars 2018

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 86
/100

Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um mörg hundruð kílómetra langt ferðalag sem hinn 73 ára gamli Alvin Straight fór í frá Laurens í Iowa til Zion fjalls í Wisconsin, árið 1994, á sláttuvélatraktor. Hann fór í þessa undarlegu ferð til að bæta samband sitt við alvarlega veikan, brottfluttan, 75 ára gamlan bróður sinn, Lyle.

Aðalleikarar


The Straight Story er algjört meistaraverk! Ein af betri myndum kvikmyndasögunnar ef ekki sú besta. Myndin fjallar um kærleik, fyrirgefningu og hjálpsemi, nokkuð sem er af skornum skammti í öðrum kvikmyndum því miður. Ég á bara í vandræðum með að skrifa um þessa mynd því hún er hreinlega ólýsanlega góð. Ég hvet alla sem hafa gaman af öldruðum köllum keyrandi á gömlum garðsláttuvélum með heimatilbúnum kerrum aftaní að skella sér á þessa "óhefðbundnu" Davíð Líns mynd. Algjört snilldarverk :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég viðurkenni fúslega að ég bjóst við meiru af þessari mynd eftir alla umfjöllunina. David Lynch hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér; í mínum augum getur sá sem skapaði Twin Peaks fátt vont gert. En þessi mynd stóð ekki undir væntingum. Hún er byggð á sannri sögu, sem er gott því annars væri hún hálfkjánaleg. Alvin Straight (Richard Farnsworth) er gamall þrjóskuhundur sem býr í bænum Laurens í Iowa með dóttur sinni Rose (Sissy Spacek). Dag einn fær hann þær fréttir að bróðir hans, Lyle (Harry Dean Stanton), hafi fengið heilablóðfall. Þeir bræður hafa ekki talast í 10 ár vegna rifrildis, en nú ákveður Alvin að kyngja stoltinu og koma sér til Mount Zion í Wisconsin til að koma öllu í samt lag. Vandamál: Alvin er hálfblindur og getur ekki keyrt. Rose er hálfklikkuð og getur það ekki heldur. Af hverju hann fór ekki í rútu veit ég ekki, en lausn Alvins var að keyra á sláttuvélinni sinni alla leið. Myndin fylgir honum svo á leiðinni. Þetta er auðvitað áhugaverð hugmynd, og það er oft gaman að fylgjast með kallinum og hans uppátækjum. Gallinn er - og ég kvarta ekki oft yfir einhverju svona - er að myndin er OF róleg og hæg. Endalaus yfirlitsskot af þreskivélum og landlagi Iowa (sem er, satt að segja, fjarri því að vera mjög spennandi staður) geta orðið lýjandi. Farnsworth er í fínu formi sem Alvin Straight, en verra fannst mér hvað hann var lítið skemmtilegur karakter. Spacek er yfirleitt framúrskarandi leikkona, en hér pirraði hún mig talsvert með framburðinum. Ýmislegt gott er þó til staðar. Tónlist Angelos Badalamenti er hrein unun, eins og við var að búast frá honum. Twin Peaks-vitleysingar eins og ég hafa eflaust gaman af því að sjá leikara úr þáttunum koma fram í smáhlutverkum (Stanton, Everett McGill). The Straight Story er svo sannarlega "öðruvísi" mynd og sem slík fagna ég framtakinu. En miðað við hæfileikafólkið sem að henni stóð gerði ég kröfur um aðeins meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

David Lynch er þekktur fyrir allt annað en hefðbundar myndir og er The Straight Story alls engin undantekning. Reyndar má jafnvel segja að hún sé skrítnasta mynd Lynch þar sem hún er svo ótrúlega frábrugðin öllu öðru sem hann hefur gert. Ekkert ofbeldi. Engin nekt. Engir litlir strákar dansandi um með grímur og engir risar eða dvergar sem tala afturábak í rauðum herbergjum. Og einmitt vegna þess að allt þetta vantar þá er það óhjákvæmilegt að einhverjum Lynch aðdáendum eigi eftir að bregða. Mér brá ekki þar sem ég vissi fyrirfram að þetta væri ekki venjuleg Lynch mynd, en þar sem þetta er Lynch mynd varð ég að sjá hana. Myndin segir frá Alvin Straight sem ákveður að keyra á sláttuvélinni sinni frá Iowa til Winsconsin til að hitta bróður sinni sem nýverið fékk slag. Bræðurnir hafa ekki talað saman í 10 ár og finnst Alvin að þetta gæti verið síðasta tækifærið til að ná sáttum. Myndin er mjög hægvirk og allar myndavélatökur ganga hægt fyrir sig og er það augljóst að Lynch er að reyna að búa til samlíkingu með hægvirkum ferðamátanum. Það er einmitt þess vegna sem ég get ekki gefið myndinni meira en þrjár stjörnur því að þrátt fyrir ýmis snilldarleg atriði fannst mér myndin stundum aðeins of hægvirk og langdregin. En það er ýmislegt fyrir Lynch aðdáendur hér ef einhverjir eru að efast um skrítnleika myndarinnar; Sissy Spacek leikur ofsalega Lynchíska persónu og á leið sinni til Winsconsin hittir Alvin ýmsa furðulega karaktera. Samt sem áður verð ég að viðurkenna það að ég kýs frekar gamla, furðulega Lynch; þegar maður er vanur afskornum eyrum, myrtum skólastúlkum, álfkonum í vegamyndum og sandormum er eiginlega ekki hægt að sætta sig fullkomnlega við þennan nýja, rólega Lynch. Þrátt fyrir allt þetta er The Straight Story alveg 700 kallsins virði, full af skemmtilegum húmor og hugmyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn