Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bullets Over Broadway 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A killer comedy!

98 MÍNEnska

Myndin gerist á þriðja áratug 20. aldarinnar í New York borg, og segir frá hugsjónamanninum og leikskáldinu David Shayne. Framleiðandinn Julian Marx finnur loksins peninga til að setja á svið leikverk hans en þeir koma frá glæpamanninum Nick Valenti. Það sem hangir á spýtunni er að kærasta Nick, Olive Neal, þarf að fá hlutverk geðlæknis í leikritinu. Oliva... Lesa meira

Myndin gerist á þriðja áratug 20. aldarinnar í New York borg, og segir frá hugsjónamanninum og leikskáldinu David Shayne. Framleiðandinn Julian Marx finnur loksins peninga til að setja á svið leikverk hans en þeir koma frá glæpamanninum Nick Valenti. Það sem hangir á spýtunni er að kærasta Nick, Olive Neal, þarf að fá hlutverk geðlæknis í leikritinu. Oliva er daðurdrós sem myndi að öðrum kosti aldrei fá hlutverk geðlæknis, auk þess sem hún er hræðileg leikkona. David gerir þessa undantekningu, sem er fyrsta skrefið í algjörri fíflun Broadway á David, sem vanrækir kærustuna sína Ellen. Á sama tíma þarf David að þola Warner Purcell, aðalleikarann sem er með áráttumatarsýki, Helen Sinclair, stóru og virtu leikkonuna, sem vill láta breyta hlutverkinu sínu og gera það meira spennandi, og Cheech, leigumorðingjann og lífvörð Olive, sem er alltaf að skipta sér af. Að lokum þarf leikskáldið að ákveða hvort sé mikilvægara, listin eða lífið. ... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn