Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jesus' Son 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi
107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Viðkvæmur og oftast nær blíður ungur maður, sem veit stundum hluti áður en þeir gerast, og fær gjarnan hugboð, segir okkur sögu sína: hvernig hann hitti Michelle í Iowa árið 1971, afhverju hann fékk viðurnefnið Fuckhead, hvernig hún kynnti hann fyrir heróíni og þegar þau urðu ástfangin, þjófnaði hans, störfum á sjúkrahúsi og tímanum sem þau áttu... Lesa meira

Viðkvæmur og oftast nær blíður ungur maður, sem veit stundum hluti áður en þeir gerast, og fær gjarnan hugboð, segir okkur sögu sína: hvernig hann hitti Michelle í Iowa árið 1971, afhverju hann fékk viðurnefnið Fuckhead, hvernig hún kynnti hann fyrir heróíni og þegar þau urðu ástfangin, þjófnaði hans, störfum á sjúkrahúsi og tímanum sem þau áttu saman í Chicago, þegar hún varð ófrísk, eiturlyfjaafeitruninni, hvernig þau fóru til Phoenix til að búa þar, AA fundum og dansi, vinnu á umönnunarheimili þar sem hann lærir að hreyfa við vistmönnum, og hvernig hann breytir dagskrá sinni yfir daginn þannig að hann geti farið framhjá Mennonite heimilinu á réttum tíma til að heyra eiginkonuna syngja gospel söng í sturtunni. Hægt og hægt þá lætur FH hæfileika sína koma fram í dagsljósið. ... minna

Aðalleikarar


Hér er á ferðinni nokkuð sérstök mynd sem gæti skilið margan eftir nokkuð ókláran. Myndin fjallur um ungan mann sem gengur undir því viðkunnarlegu viðurnefni ‘Fuckhead’. Við fylgjumst með FH þar sem hann finnur tvær ástirnar í lífi sínu, unga konu Michelle og fíkniefni. Á um það bil þriggja ára tímabili flökkum við svona fram og aftur og fylgjumst með hvernig hann hefur í raun unnið sér fyrir viðurnefninu, eða eins og einn af vinum hans segir ‘Does everything you touch turn to shit’. Þó það sé enginn spurning að þetta er góð mynd, sé skemmtilega tekin og samræður og leikur í myndinni sé allt mjög vel af hendi leyst, þá fannst mér á köflum að Jesus’ son væri að reyna of mikið. Það var mikið um að byrjað væri að segja litlar aukasögur, sem svo döluðu út í ekki neitt. Einnig var nokkuð um atvik sem virtust vera sambland raunveruleika og hvernig FH sá hlutina, en þó lítið gert til að greina þar á milli, svo maður var skilinn eftir í lausu lofti með hvað var eiginlega að gerast. Það sem var kannski líka svolítill galli var að eiturlyfjaneysla þeirra FH og Michelle virtist aldrei hafa nein önnur áhrif heldur en vingjarnlegan sljóleika og var aldrei nein örvænting varðandi hvernig ætti að nálgast næsta skammt, eða skapgerðasveiplur vegna neyslunnar. Að lokum þá fannst mér að endirinn væri frekar slappur, þó svo ég hafi nú ekki búist við einhverjum nákvæmum lokum. En FH virtist að mínu mati alveg jafn ráðvilltur í byrjun myndarinnar og í enda hennar. Þetta er samt mjög áhugaverð mynd og þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn