Afsakið meðanað ég æli 2023
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 14. mars 2024
,,Afsakið meðanað ég æli” fjallar um æfingaferli fyrir tónleika til heiðurs Megasi í Eldborgarsal Hörpu. Tónlist Megasar spilar lykilhlutverk í myndinni þar sem við fylgjum honum og völdum listamönnum í æfingaferli fyrir tónleika sem voru í mars 2019. Myndin hefur tvær tímalínur, annars vegar tuttugu daga æfingatímabil og hins vegar sú tímalína sem... Lesa meira
,,Afsakið meðanað ég æli” fjallar um æfingaferli fyrir tónleika til heiðurs Megasi í Eldborgarsal Hörpu. Tónlist Megasar spilar lykilhlutverk í myndinni þar sem við fylgjum honum og völdum listamönnum í æfingaferli fyrir tónleika sem voru í mars 2019. Myndin hefur tvær tímalínur, annars vegar tuttugu daga æfingatímabil og hins vegar sú tímalína sem tuttugu dagarnir opna inn í fortíðina, lengri tímalínan er fjörutíu ár og þar er skyggnst á bakvið tjöldin þegar talað er bæði við Megas og þá listamenn sem hann vann með á hverjum tíma. Viðmælendur í myndinni hlífa Megasi ekki og við fáum að sjá uppreisnar manninn og pönkarann sem var og fólkið sem hann vann með á hverjum tíma en við fáum einnig að sjá sjaldséða einlægni. ... minna