Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Myndin var forsýnd í Sundhöllinni í Reykjavík, þar sem gestir nutu myndarinnar ofan í lauginni.
Forsaga myndarinnar hófst fyrir tíu árum síðan þegar Jón Karl frumsýndi heimildarmyndina Sundið, þar sem tekin var fyrir barátta nokkurra Íslendinga við að synda yfir Ermarsundið. Þar mátti líka finna sögulegan fróðleik um sundkunnáttu Íslendinga frá fornu fari.
Leikstjórinn heimsótti yfir hundrað sundlaugar til að finna fólk sem hefur sögur af því hvernig það upplifði sundkennslu á unga aldri.
Leikstjórinn sagði í samtali við Fréttablaðið að þegar persónuverndarlögin urðu að lögum þá varð mjög erfitt, hér um bil vonlaust, að mynda í sundlaugum landsins. \"Þannig að þessi mynd verður trúlega síðasta heimildarmyndin sem er tekin upp í sundlaugum landsins við eðlilegar aðstæður.“
Yngsti þátttakandinn í myndinni er tíu mánaða.
Vesturbæjarlaugin er uppáhaldslaug leikstjórans.