Abigail (2024)
"Children can be such monsters."
Eftir að glæpamenn ræna tólf ára gamalli ballerínu, dóttur valdamikils aðila úr undirheimunum, er það eina sem þeir þurfa að gera til að innheimta 50...
Deila:
Bönnuð innan 16 áraÁstæða:
Ofbeldi
Hræðsla
Blótsyrði
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Eftir að glæpamenn ræna tólf ára gamalli ballerínu, dóttur valdamikils aðila úr undirheimunum, er það eina sem þeir þurfa að gera til að innheimta 50 milljóna bandaríkjadala lausnargjald að passa vel upp á stúlkuna eitt kvöld. Henni er haldið í afskekktu húsi uppi í sveit en þegar ræningjunum fer að fækka, einum af öðrum, uppgötva þeir sér til mikillar skelfingar að litla stúlkan er allt annað en venjuleg.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Þetta var síðasta hlutverk Angus Cloud áður en hann lést í júlí 2023, en hann leikur Dean í myndinni. Þó að framleiðslu myndarinnar hafi ekki lokið fyrr en nokkrum mánuðum eftir dauða hans vegna leikaraverkfallsins í Hollywood, þá náði Cloud að klára öll sín atriði áður en framleiðslan stöðvaðist.
Í viðtali við Total Film sögðu leikstjórarnir að þeim hafi fundist nauðsynlegt að biðja leikaraliðið afsökunar á hinu mikla magni blóðs sem notað var á tökustað. Þeir sögðu: \"Allar okkar kvikmyndir eru blóðugar. En ég myndi segja að þessi sé sú blóðugasta. Við eyddum miklum tíma í að biðja leikarana okkar afsökunar! Ég á við, blóð tilheyrir vampírumyndum, og blóðmagnið í þessari mynd er ... dálítið öfgakennt! En það er samt skemmtilegt.
Tónlistin í stiklunni er úr ballettinum Svanavatninu eftir Tchaikovsky, en hún var notuð í byrjun kvikmyndarinnar Dracula frá árinu 1931.
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Project X EntertainmentUS

Radio SilenceUS

Universal PicturesUS
Vinson FilmsUS




























