Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

All About My Mother 1999

(Todo sobre mi madre)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. ágúst 1999

Part of every woman is a mother/actress/saint/sinner. And part of every man is a woman.

101 MÍNSpænska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
Rotten tomatoes einkunn 93% Audience
The Movies database einkunn 87
/100

Manuela er einstæð móðir sem hefur unnið hörðum höndum að því að ala upp son sinn Esteban. Á 17 ára afmælisdegi hans þá fara þau saman í leikhús og eftir sýninguna þá reynir Esteban að fá eiginhandaráritun hjá aðalleikkonunni, en þá lendir hann undir bíl og deyr. Manuela er harmi slegin og ákveður að fara til Barcelona til að segja föður drengsins,... Lesa meira

Manuela er einstæð móðir sem hefur unnið hörðum höndum að því að ala upp son sinn Esteban. Á 17 ára afmælisdegi hans þá fara þau saman í leikhús og eftir sýninguna þá reynir Esteban að fá eiginhandaráritun hjá aðalleikkonunni, en þá lendir hann undir bíl og deyr. Manuela er harmi slegin og ákveður að fara til Barcelona til að segja föður drengsins, Lola, frá andlátinu, en hann er klæðskiptingur, og vissi ekki af tilvist sonar síns. Hún finnur Lola hvergi en hún finnur gamlan vin sinn Agrado, sem einnig er klæðskiptingur, og hittir síðan nunnuna Rosa, sem ætlaði að fara til El Salvador þegar hún kemst að því að hún er ófrísk eftir Lola. Manuela gerist nú aðstoðarmaður Huma Rojo, leikkonunnar sem sonur hennar dáði, og hjálpar henni með Nina, meðleikara sinn og elskhuga. Vináttuböndin styrkjast fljótt þar til annar harmleikur á sér stað. ... minna

Aðalleikarar


Það getur vel verið að þessi mynd sé rosalega vel gerð en mér hefur sjaldan leiðst svona mikið við að horfa á eina mynd. Twin siters er skemmtilegri
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín mynd, þó það sé svolítið ruglandi að einu persónurnar í myndinni sem athygli er beint að eru konur, í mörgum tilvikum lesbíur, og ef það eru ekki konur, eru það karlar sem vilja vera konur! Auðvitað frekar dæmigert fyrir Pedro Almodóvar, en skemmtileg tilbreyting frá horrengluríki bandarískra kvikmynda. Interesante!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spænska kvikmyndin "All About My Mother" (Todo Sobre Mi Madre) eða "Allt um móður mína" eins og hún nefnist á íslensku, er eitt af allra bestu kvikmyndaverkum spænska meistarans Pedro Almodóvar og er án nokkurs vafa besta evrópska kvikmynd síðasta árs. Sú skoðun sannar í raun hvaða snilldarverk er hér á ferðinni því Almodóvar hefur um langt árabil verið hylltur sem einn af allra bestu kvikmyndagerðarmönnum heims og myndir hans; eins og "Konur á barmi taugaáfalls" og "Háir hælar", eru fyrir margt löngu orðnar klassískar úrvalsmyndir. Fyrir utan að hljóta bestu meðmæli allra gagnrýnenda hefur "Allt um móður mína" sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum; nú síðast við afhendingu Óskarsverðlaunanna í mars þar sem hún var valin besta erlenda kvikmynd ársins 1999 og þar áður hlaut hún Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta evrópska kvikmyndin, var Almodóvar sjálfur ennfremur valinn besti leikstjórinn og leikkonan Cecilia Roth var kjörin besta leikkona ársins 1999 fyrir meistaralegan leik sinn í myndinni. Hér segir frá hjúkrunarkonunni, Manuelu, sem verður fyrir því mikla áfalli að missa 18 ára son sinn í hræðilegu bílslysi. Þegar hún er að fara í gegnum eigur hans verður henni ljóst að hans æðsta ósk í lifanda lífi var að fá að kynnast föður sínum sem Manuela hafði yfirgefið áður en hann fæddist. Þetta verður til þess að Manuela ákveður að leggja land undir fót og freista þess að hafa uppi á barnsföður sínum. Sú leit á eftir að snúast upp í einstaklega litrík kynni af enn litríkari persónum sem virðast í fyrstu ekki eiga neitt sameiginlegt, en eiga þó eftir að hafa afgerandi áhrif á Manuelu og veita henni nýja tiltrú á lífið. Hér er á ferðinni sannkallað meistaraverk sem vert er að mæla með enda er þetta ekta spánskt portrett sem lýsir þjóðarsálinni og lífsmynstrinu og ennfremur örlögum venjulegra manneskja sem lenda í mikilli sálarkreppu og eiga í virkilegum erfiðleikum og er þetta allt saman túlkað á meistaralegan hátt af leikurum myndarinnar. Almodóvar hefur hér skapað enn eitt meistaraverkið og er þetta eins og fyrr segir langbesta kvikmynd hans. "All About My Mother" er því sannkölluð úrvalsmynd sem ég mæli eindregið með við alla kvikmyndaunnendur. Þetta er heilsteypt og meistaralega útfærð kvikmynd sem ég tel að muni standa uppúr sem ein af bestu spænska kvikmyndum áratugarins. Það má því til sanns vegar færa að "Allt um móður mína" sé ómissandi þeim sem sækjast eftir að sjá góðar úrvalsmyndir. Sannkölluð snilldarmynd sem allir verða að sjá. Alls ekki missa af henni!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn