Náðu í appið
Julieta

Julieta (2016)

1 klst 39 mín2016

Julieta er kona á miðjum aldri sem býr í Madrid með kærasta sínum Lorenzo.

Rotten Tomatoes84%
Metacritic73
Deila:

Söguþráður

Julieta er kona á miðjum aldri sem býr í Madrid með kærasta sínum Lorenzo. Þau ætla sér að flytja til Portúgals, þegar hún hittir Bea fyrir tilviljun, en hún er fyrrum besta vinkona dóttur hennar, Antia, og segir henni að dóttir hennar búi í Sviss og sé gift og eigi þrjú börn. Julieta, sem er miður sín eftir að hafa ekki verið í neinu sambandi við dóttur sína síðustu 12 ár, ákveður að hætta við Portúgalsförina og flytja í gamla húsið sitt, í þeirri von að Antia muni senda bréf þangað einn daginn. Julieta byrjar að skrifa minningar sínar til að deyfa sársaukann sem hún varð fyrir þegar hún var unglingur og hitti Xoan, galískan sjómann. Hún varð ástfangin af honum, og eyddi tíma sínum í framhaldinu til skiptis í vinnu og með fjölskyldunni og við uppeldi Antia, þar til hræðilegt slys breytir öllu. Hún hverfur smátt og smátt inn í þunglyndi, en fær stuðning frá Antia og Bea, en dag einn týnist Antia, og eftir stendur Julieta örvæntingarfull og reynir að skilja hvað kom fyrir.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

El DeseoES
Echo Lake EntertainmentUS
FilmNation EntertainmentUS
Blue Lake Media FundUS