Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Bíddu hvað er fólk eiginlega að segja hérna?? Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum!
Þetta er tvímælalaust konungur þeirra B-mynda sem ég hef séð um ævina, one-linerarnir eiga að vera kúl en eru einfaldlega hlægilega skrýtnir og leikararnir hafa greinilega ákveðið að vera ekkert að leggja of mikið á sig, enda algjör óþarfi.
Það er augljóst að mesta vinnan hefur verið sett í slagsmálin hérna og jæja... aksjónið á alveg sínar stundir, maður stendur sig að því að finnast þetta flott öðruhvoru.
Bill Goldberg stendur upp úr, skemmtilega misheppnaður leikari að öllu leyti, en stór og mikill gaur sem er býsna góður í að berja á fólki á svalan hátt. Hefði verið flottur B-myndaleikari fyrir 15 árum en á tæpast eftir að meika það í dag vegna ósanngjarnra krafna nútímafólks um að leikarar geti farið með línur á sannfærandi hátt.
Ef maður hefur húmor fyrir svona myndum þá er þessi hin besta skemmtun, en fyrir alla muni vertu búinn að fá þér 1-2 bjóra fyrst =)
Van Damme er sífellt í gegnum árin að fara vitlausu megin í lífinu. Honum hlítur að finnast gaman af að þurfa gjörsamlega ekkert að undirbúa leik sinn fyrir myndir annað en það að fara í ræktina. Universal Soldier the Return er algjörlega tilgangslaus mynd og sínir hina leiðinlegu hlið á Hollywood enn einu sinni. Að menn eru bara að hugsa um að græða í stað þess að hugsa aðeins skynsamlega og vanda sig við það sem þeir eru að gera. Alls ekki góð mynd fyrir fólk eldri en 16 ára ( í mesta lagi )
Þvílík hörmung þessi mynd. Van Damme er alveg skelfilega lélegur leikari og vesnar með hverri mynd og meðleikarar hans, Guð minn góður, þeir geta ekki leikið frekar en símastaurar. Persónusköpun er lítil sem engin, enda er manni skítsama hver er drepinn og hver ekki. Van Damme gerðu heimsbyggðinni stórgreiða, farðu í langt langt frí.....
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures Home Entertainment
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
6. júlí 1999
VHS:
19. janúar 2000