Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

In the Company of Men 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. mars 1999

Are all men bastards...or just misunderstood?

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 81
/100

Tveir millistjórnendur sem eru í sex vikna viðskiptaferðalagi, og báðir hafa nýlega verið særðir hjartasári af konum, búa til hryllilega áætlun um að hefna sín á konum til að bæta fyrir sársaukann sem þær hafa valdið þeim. Þeir ætla sér að komast í ástarsamband með konu, og síðan að segja henni upp og brjóta hana þannig niður. Þeir velja Christine,... Lesa meira

Tveir millistjórnendur sem eru í sex vikna viðskiptaferðalagi, og báðir hafa nýlega verið særðir hjartasári af konum, búa til hryllilega áætlun um að hefna sín á konum til að bæta fyrir sársaukann sem þær hafa valdið þeim. Þeir ætla sér að komast í ástarsamband með konu, og síðan að segja henni upp og brjóta hana þannig niður. Þeir velja Christine, og fyrst um sinn fer allt eftir áætlun. En fljótlega verður ljóst að hlutirnir eru ekki eins einfaldir og þeir héldu, sérstaklega þegar Howard verður ástfanginn af Cristina.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Mjög viðunandi ræma, sem fjallar einfaldlega um hversu mikill viðbjóður fólk getur verið. Stórvel leikin, stórvel leikstýrt, stórvel skrifuð og stórskemmtileg. Sérstaklega finnst mér Stacy Edwards fín í hlutverki fórnarlambsins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nokkuð skemmtileg og frumleg mynd sem segir frá tveim vinum sem ákveða að hefna sín á gagnstæða kyninu fyrir öll þau skipti sem konur hafa farið illa með þá. Þeir velja sem fórnarlamb heyrnalausa stúlku og fyrirætlun þeirra er að byrja báðir að hitta hana (sitt í hvoru lagi) og þegar stúlkan er orðin ástfangin af þeim þá hyggjast þeir báðir segja henni að þetta hafi bara verið leikur og að þeim sé alveg sama um hana. Myndin er ansi vel leikin og samtölin eru vel skrifuð. Hún þjáist aftur á móti fyrir að hafa frekar ógeðfelldar aðalpersónur sem engin leið er að halda með. Söguþráðurinn er áhugaverðir og inniheldur nokkrar ófyrirséðar fléttur, en mér fannst ekki nógu skemmtilega unnið úr endinum. Samt velkomin tilbreyting frá stóru Hollywood myndunum og fín skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn