Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mjög viðunandi ræma, sem fjallar einfaldlega um hversu mikill viðbjóður fólk getur verið. Stórvel leikin, stórvel leikstýrt, stórvel skrifuð og stórskemmtileg. Sérstaklega finnst mér Stacy Edwards fín í hlutverki fórnarlambsins.
Nokkuð skemmtileg og frumleg mynd sem segir frá tveim vinum sem ákveða að hefna sín á gagnstæða kyninu fyrir öll þau skipti sem konur hafa farið illa með þá. Þeir velja sem fórnarlamb heyrnalausa stúlku og fyrirætlun þeirra er að byrja báðir að hitta hana (sitt í hvoru lagi) og þegar stúlkan er orðin ástfangin af þeim þá hyggjast þeir báðir segja henni að þetta hafi bara verið leikur og að þeim sé alveg sama um hana. Myndin er ansi vel leikin og samtölin eru vel skrifuð. Hún þjáist aftur á móti fyrir að hafa frekar ógeðfelldar aðalpersónur sem engin leið er að halda með. Söguþráðurinn er áhugaverðir og inniheldur nokkrar ófyrirséðar fléttur, en mér fannst ekki nógu skemmtilega unnið úr endinum. Samt velkomin tilbreyting frá stóru Hollywood myndunum og fín skemmtun.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures Classics
Vefsíða:
www.spe.sony.com/classics/men/index.html
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
17. mars 1999