Þetta var frábær uppfærsla á leikritinu fræga eftir Shakespeare. Það kom mér á óvart hvað leikurinn hjá Kevin Kline var góður. Hann er ekki þekktur fyrir að leika í myndum þar sem textinn byggist á ljóðrænt form leikhúsana. Annars fannst mér Calista Flockhart vera best í þessari mynd. Hún lék Helenu fögru. Calista sýndi og sannaði hvað hún er góð leikkona. Það hefði engin(n) getað leikið þetta hlutverk eins vel og hún. Hún var alveg sniðin í þetta hlutverk. Þetta var frábær mynd sem að kom mér á óvart. Ég skemmti mér alveg frábærlega yfir þessari mynd og er alveg til í að sjá hana aftur og aftur. Þetta er ein besta uppfærsla á leikriti eftir Shakespeare. Allir leikararnir standa sig vel. Handrit þessarar myndar er eitt það erfiðasta sem að hægt er að lesa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei