The Best of Me
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
Myndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna
Í myndinni er ljótt orðbragð
RómantískDrama

The Best of Me 2014

You Never Forget Your First Love

6.7 61654 atkv.Rotten tomatoes einkunn 9% Critics 7/10
117 MÍN

Það eru liðin tuttugu ár frá því þau Dawson og Amanda sáust síðast þegar þau hittast á ný í gamla heimabænum við útför sameiginlegs vinar og uppgötva að öflin sem aðskildu þau áður eru enn til staðar. The Best of Me er níunda ástarsagan sem gerð er eftir einni af bókum rithöfundarins vinsæla, Nicholas Sparks, en hún segir frá þeim Dawson og Amöndu... Lesa meira

Það eru liðin tuttugu ár frá því þau Dawson og Amanda sáust síðast þegar þau hittast á ný í gamla heimabænum við útför sameiginlegs vinar og uppgötva að öflin sem aðskildu þau áður eru enn til staðar. The Best of Me er níunda ástarsagan sem gerð er eftir einni af bókum rithöfundarins vinsæla, Nicholas Sparks, en hún segir frá þeim Dawson og Amöndu sem urðu yfir sig ástfangin hvort af öðru í menntaskóla. Það voru hins vegar ekki allir jafnhrifnir af sambandi þeirra auk þess sem örlögin tóku í taumana og aðskildu þau, þvert á vilja þeirra beggja. Þegar þau hittast á ný, tuttugu árum síðar, hafa aðstæður þeirra breyst verulega, en það kemur ekki í veg fyrir að neistinn á milli þeirra lifir enn og áður en langt um líður hafa þau endurnýjað eldheitt ástarsamband sitt. En öflin sem aðskildu þau upphaflega eru enn til staðar og skapa hættu á að þeim verði stíað í sundur á ný ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn