Notorious
Öllum leyfð
RómantískDramaSpennutryllirSvarthvít

Notorious 1946

Notorious woman of affairs... Adventurous man of the world!

7.9 87145 atkv.Rotten tomatoes einkunn 97% Critics 8/10
101 MÍN

Alicia Huberman er hégómleg stúlka sem elskar áfengi og karlmenn. Faðir hennar var þýskur njósnari í Bandaríkjunum og framdi sjálfsmorð í fangelsi. Fulltrúi stjórnvalda, Devlin, biður stúlkuna að njósna um hóp vina föður hennar úr Nasistaflokknum, í Rio de Janeiro; en þetta gæti verið tækifæri fyrir hana að hreinsa sig og fjölskylduna af sök vegna... Lesa meira

Alicia Huberman er hégómleg stúlka sem elskar áfengi og karlmenn. Faðir hennar var þýskur njósnari í Bandaríkjunum og framdi sjálfsmorð í fangelsi. Fulltrúi stjórnvalda, Devlin, biður stúlkuna að njósna um hóp vina föður hennar úr Nasistaflokknum, í Rio de Janeiro; en þetta gæti verið tækifæri fyrir hana að hreinsa sig og fjölskylduna af sök vegna föður hennar. Stúlkan verður ástfangin af fulltrúanum, en hann virðist ekki heillast af lífstíl hennar. Alicia tekur verkefnið að sér og fer til Brasilíu með Devlin. Alicia tilkynnir bandarísku fulltrúunum að þýski auðmaðurinn Alexander Sebastian hafi beðið sín, og spyr hvort hún eigi að játast honum. Eftir stutt samtal, þá samþykkja þeir og hún giftist honum. Alicia fær síðan lykla að vínkjallara þar sem hún er stödd í veislu og lætur Devlin fá þá. Þau finna síðan úraníumryk falið í brúsa hjá Sebastian, en nú er hann búinn að komast að því að Alicia er njósnari og hann byrjar að eitra fyrir henni smávegis á hverjum degi. ... minna

Aðalleikarar

Ingrid Bergman

Alicia Huberman

Cary Grant

T.R. Devlin

Claude Rains

Alexander Sebastian

Leopoldine Konstantin

Madame Anna Sebastian

Louis Calhern

Captain Paul Prescott

Alex Minotis

Joseph the Butler

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Notorious er hiklaust ein besta mynd Hitchcocks og er oft á tíðum hrein unun á að horfa. Það var ekki auðvelt fyrir RKO og meistarann að koma myndinni á tjaldið. FBI, ýmsir siðapostular, kvikmyndeftirlitið og fleiri gerðu endalausar athugasemdir við söguna, enda ekkert skrýtið. Aðalkvenhetjan, Alicia Huberman (Ingrid Bergman) er dóttir þýsks njósnara og auk þess sjálfstæð, óhrædd við að nota kynþokkann, og drykkfelld. Þetta voru eiginleikar sem kvenmenn þessa tíma máttu ekki vera orðaðir við. Hitchcock kom myndinni samt sem áður í gegn án þess að fórna dekkri hlið Aliciu. Cary Grant leikur svo Devlin, amerískan leyniþjónustumann sem fær stúlkuna til að fara til Ríó í þeim tilgangi að njósna um þýska skúrka sem hafa ekkert gott í hyggju. Notorious er full af því sem maður myndi kalla eðal-Hitchcock. Rómantíska hetjan, sterki kvenmaðurinn, vondi kallinn, o.s.frv. Oft á tíðum er myndin eins og gamaldags ævintýri með þorparanum ásamt vondu stjúpmóðurinni í kastala þar sem stúlkan er fönguð. Þar að auki er kvikmyndatakan eins og hún best verður í Hitchcock-mynd, klippingin er framúrstefnuleg, tónlistin passar einstaklega vel, handritið eftir Ben Hecht er fyrirmynd margra þrillera á seinni árum, og búningarnir sem Edith Head hannaði fyrir Bergman leggja áherslu á fegurð hennar, sem gerir gott betra. Algörlega ómissandi mynd á allan hátt, og á meðal albestu mynda meistarans, ekki spurning.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórfengleg og umfram allt einstök kvikmynd úr safni meistara Hitchcock. Tvímælalaust ein af bestu kvikmyndum hans. Gerist skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ingrid Bergman leikur hér dóttur stríðsglæpamanns og er notfærð af leyniþjónustunni með Cary Grant í fararbroddi, til að koma upp um starfsemi nasista í Rio de Janeiro í Brasilíu. Til þess að það megi lánast verður hún að giftast höfuðpaurnum sem leikinn er af Claude Rains, en á meðan kviknar ástin á milli Bergman og Grant. Allt í senn, spennandi, gamansöm, dökk og rómantísk. Ástarsamband stórstjarnanna er eitt það innilegasta sem hafði sést fram að þeim tíma, enda lék leikstjórinn eftirminnilega á lagabókstafinn í afar langri kossasenu. Myndin er gerð af áhrifaríkum einfaldleik meistarans. Tvímælalaust fjögurra stjarna virði og ber hún vitni öllum bestu eiginleikum mynda Alfreds Hitchcock. Einstök og rómantísk spennumynd sem stenst tímans tönn og er einstök í sinni röð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn