Náðu í appið

The Lady Vanishes 1938

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Spies! Playing the game of love - and sudden death!

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 98
/100

Farþegum í lestarferð frá hinu fjalllenda evrópska landi Mandrika, seinkar um einn dag vegna óveðurs, og þeir fá því tækifæri til að kynnast hvert öðru á troðfullu hóteli í nágrenninu. Þegar lestin fer aftur af stað vantar eina manneskju, enska kennslukonu að nafni ungfrú Froy. Iris Henderson, sem var í fríi í Mandrika með vinkonum sínum áður en hún... Lesa meira

Farþegum í lestarferð frá hinu fjalllenda evrópska landi Mandrika, seinkar um einn dag vegna óveðurs, og þeir fá því tækifæri til að kynnast hvert öðru á troðfullu hóteli í nágrenninu. Þegar lestin fer aftur af stað vantar eina manneskju, enska kennslukonu að nafni ungfrú Froy. Iris Henderson, sem var í fríi í Mandrika með vinkonum sínum áður en hún ætlaði aftur til Englands til að gifta sig, er handviss um að ungfrú Froy hafi verið í lestinni þar sem þær voru í sama klefanum og þær drukku te saman í matarvagninum, en allir sem geta staðfest frásögn hennar vilja af einhverjum ástæðum ekki gera það. Allt sem hún segir er útskýrt með að þetta hljóti að vera rugl í henni vegna heilahristings, þar sem hún rak höfuðið í rétt áður en hún fór í lestina. Iris er þakklát fyrir alla hjálp sem hún fær við að finna ungfrú Froy, jafnvel frá hinum breska Gilbert, sem er tónlistarfræðingur sem var ekkert alltof vinsamlegur kvöldið áður. Eftir því sem Iris og Gilbert leita betur í lestinni, þá fer þau að gruna að um sé að ræða samsæri á meðal farþeganna sem snýr að því að útiloka að ungfrú Froy hafi verið í lestinni. En ef um samsæri er að ræða, þá verða þau samt að finna Froy og finna út úr því afhverju einhver myndi vilja ræna miðaldra enskri kennslukonu.... minna

Aðalleikarar


Einstök kvikmynd meistara Alfreds Hitchcock. Ung stúlka um borð í lest á ferð um Evrópu kynnist vingjarnlegri gamalli konu, en þegar hún hverfur skyndilega vill enginn trúa stúlkunni og kannast við að gamla konan hafi nokkru sinni verið um borð í lestinni. Afbragsgóður, kíminn og einkar spennandi þriller Hitchcocks er ennþá töfrandi og umfram einstök skemmtun með afar góðum leikurum og einkar skemmtilegri fléttu. Leikararnir fara hreint á kostum og nægir þar að nefna Margaret Lockwood, Micheal Redgrave, Paul Lukas, Dame May Whitty og Cecil Parker. Ég gef The Lady Vanishes tvímælalaust fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni við alla unnendur stórmynda meistarans. Hún er alveg stórfengleg að öllu leyti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn