Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Myndir segir sögu drengs í kolanámubæ í BNA, og gerist þegar Rússar náðu að senda Sputnik upp á sporbaug um jörðu. Sagan, sem er sérlega hugljúf og falleg, segir sögu stráksins Homers Hickam sem verður hugfanginn af afreki Rússanna og fer að fikta í eldflaugum sjálfur. Helst fjallar myndin þó um samband hans og föður hans sem vill að Homer feti í sín fótspor og fari að vinna í kolanámunni.
Myndin er vel gerð í alla staði, góður leikur og stjórn. Homer er leikinn af Jake Gyllenhaal, þeim sama og lék Donnie Darko í samnefndri kvikmynd. Þetta er algjör 'feelgood' mynd en þrátt fyrir það verður hún aldrei væmin. Hef séð hana þó nokkuð oft og alltaf enda ég myndina brosandi. Þið sem eruð stundum leið á harðsoðnum hasarmyndum sem skilja ekkert eftir sig, þá get ég ekki annað en mælt með þessari mynd. Hef ekki trú á að þessi mynd valdi vonbrigðum hjá neinum.
Það er langt síðan mynd hefur komið mér jafnmikið á óvart. Þetta er mynd í hæsta gæðaflokki, nánast óaðfinnanleg. Leikur, leikstórn, handrit, tónlist og bara allt hjálpast að við að skapa eina ógleymanlegustu mynd ársins. Hún fær nokkra Óskara þessi.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$34.698.685
Vefsíða:
www.universalpictures.com/octobersky
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
22. október 1999