Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

October Sky 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. október 1999

Sometimes one dream is enough to light up the whole sky.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Það er aðeins ein framtíð sem bíður Homer Hickam, ungs drengs í kolanámubænum Coalwood á sjötta áratug síðustu aldar - að feta í fótspor föður síns og vinna í kolanámum bæjarins. En ýmislegt breytist í október árið 1957 þegar fyrsta gervitunglið, Spútnik, er sent á sporbaug um jörðu. Homer fær í kjölfarið á þessum atburði áhuga á að læra... Lesa meira

Það er aðeins ein framtíð sem bíður Homer Hickam, ungs drengs í kolanámubænum Coalwood á sjötta áratug síðustu aldar - að feta í fótspor föður síns og vinna í kolanámum bæjarins. En ýmislegt breytist í október árið 1957 þegar fyrsta gervitunglið, Spútnik, er sent á sporbaug um jörðu. Homer fær í kjölfarið á þessum atburði áhuga á að læra hvernig á að byggja eldflaugar. Með vinum sínum og helsta nirði bæjarins, þá ákveður Homer að hefjast handa. Föður Homer og flestum bæjarbúum finnst drengirnir vera að sóa tíma sínum í vitleysu. En einn kennari í miðskólanum skilur hvað þeir eru að reyna að gera og segir þeim að þeir gætu keppt í vísindakeppni þar sem í boði eru skólastyrkir fyrir sigurvegarana. Núna þurfa vinirnir að einbeita sér að eldlfaugasmíðinni og yfirvinna ýmis vandamál sem bíða þeirra. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Myndir segir sögu drengs í kolanámubæ í BNA, og gerist þegar Rússar náðu að senda Sputnik upp á sporbaug um jörðu. Sagan, sem er sérlega hugljúf og falleg, segir sögu stráksins Homers Hickam sem verður hugfanginn af afreki Rússanna og fer að fikta í eldflaugum sjálfur. Helst fjallar myndin þó um samband hans og föður hans sem vill að Homer feti í sín fótspor og fari að vinna í kolanámunni.


Myndin er vel gerð í alla staði, góður leikur og stjórn. Homer er leikinn af Jake Gyllenhaal, þeim sama og lék Donnie Darko í samnefndri kvikmynd. Þetta er algjör 'feelgood' mynd en þrátt fyrir það verður hún aldrei væmin. Hef séð hana þó nokkuð oft og alltaf enda ég myndina brosandi. Þið sem eruð stundum leið á harðsoðnum hasarmyndum sem skilja ekkert eftir sig, þá get ég ekki annað en mælt með þessari mynd. Hef ekki trú á að þessi mynd valdi vonbrigðum hjá neinum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er langt síðan mynd hefur komið mér jafnmikið á óvart. Þetta er mynd í hæsta gæðaflokki, nánast óaðfinnanleg. Leikur, leikstórn, handrit, tónlist og bara allt hjálpast að við að skapa eina ógleymanlegustu mynd ársins. Hún fær nokkra Óskara þessi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

18.07.2011

Johnston vill gera mynd um Boba Fett

Joe Johnston, leikstjóri Captain America, vonast til að gera bíómynd um hinn alræmda málaliða Boba Fett úr Star Wars. Joe er ekki ókunnugur heimi Star Wars þar sem hann var hönnuður og stýrði tæknibrellum í fyrstu þremur Star W...

17.07.2001

Enn ein Jurassic Park?

Næsta föstudag opnar Jurassic Park 3 í Bandaríkjunum og þá kemur í ljós hvort áhugi almennings á risaeðlunum ógurlegu er nægilegur til þess að réttlæta enn eitt framhaldið. Nú hefur komið í ljós að allir aðallei...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn