Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Incognito 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. nóvember 1997

Harry Donovan is a master in the art of deception... trapped in a lie so perfect even the truth can't save him.

108 MÍNEnska

Harry Donovan er myndlistarmaður sem hlotið hefur sérstaka náðargáfu í vöggugjöf og eru málverk hans í hávegum höfð á heimilum margra þekktustu listaverkasafnara heims og jafnframt hanga þau í flestum helstu listasöfnunum. Hæfileikar hans, ástríða og lífsstarf hans felst eingöngu í því að mála myndir, en samt er engum kunnugt um nafn listamannsins.... Lesa meira

Harry Donovan er myndlistarmaður sem hlotið hefur sérstaka náðargáfu í vöggugjöf og eru málverk hans í hávegum höfð á heimilum margra þekktustu listaverkasafnara heims og jafnframt hanga þau í flestum helstu listasöfnunum. Hæfileikar hans, ástríða og lífsstarf hans felst eingöngu í því að mála myndir, en samt er engum kunnugt um nafn listamannsins. Hann ritar ekki nafn sitt á verkin, og ef hann merkir þau á annað borð er það með nöfnum helstu myndlistarmanna sögunnar. Harry Donovan er því óþekktur í heimi listanna og þannig vill hann einmitt hafa það því hann er listaverkafalsari að atvinnu. En hann hyggst engu að síður snúa við blaðinu og snúa sér að löglegri listsköpun undir eigin nafni. Til að standa skil á hálfrar milljónar dala skuld ákveður hann þó að takast á við erfiðasta verkefni sitt til þessa, en það er að gera portrett í anda sjálfs Rembrandts. Þetta verður mesta snilldarverk hans og flestir helstu sérfræðingar heims láta blekkjast. En skyndilega skipast veður í lofti og Harry er grunaður og eftirlýstur fyrir að hafa stolið þessum nýuppgötvaða Rembrandt og jafnframt er hann eftirlýstur fyrir morð. Eina von hans til að leiða sannleikann í ljós er listfræðingurinn Marieke van der Brock, sem alla tíð hefur efast um að Rembrandtinn sé ekta. Ófús verður Marieke félagi Harrys á flóttanum undan réttvísinni og í tilraun hans til að sýna fram á að hann sé höfundur málverksins. Þau verða að forðast handtöku um leið og þau reyna að sanna að Harry málaði myndina og eftir að hafa starfað í nafnleynd verður Harry að svipta af sér hulunni til að bjarga lífi sínu.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn