Náðu í appið
To Kill a Mockingbird
Bönnuð innan 12 ára

To Kill a Mockingbird 1962

If you have read the novel, you will relive every treasured moment. . .If not, a deeply moving experience awaits you!

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 88
/100

Myndin er byggð á Pulitzer verðlaunabók Harper Lee frá árinu 1961. Atticus Finch er lögfræðingur í Alabama á fjórða áratug síðustu aldar, þegar aðskilnaður ríkir á milli hvítra og svartra. Hann samþykkir að verja ungan svartan mann sem er ákærður fyrir að nauðga hvítri konu. Margir þorpsbúa reyna að fá Atticus ofan af þessu, en hann ákveður að... Lesa meira

Myndin er byggð á Pulitzer verðlaunabók Harper Lee frá árinu 1961. Atticus Finch er lögfræðingur í Alabama á fjórða áratug síðustu aldar, þegar aðskilnaður ríkir á milli hvítra og svartra. Hann samþykkir að verja ungan svartan mann sem er ákærður fyrir að nauðga hvítri konu. Margir þorpsbúa reyna að fá Atticus ofan af þessu, en hann ákveður að halda sínu striki. Hvernig mun réttarhaldinu vinda fram - og mun það breyta einhverju fyrir ástandið í kynþáttamálum í bænum?... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (5)


ATH(spoiler) ÉG MUN SKRIFA UM STÓRA ATBURÐI Í ÞESSARI UMFJÖLLUN ÞANNIG AÐ ÞEIR SEM HAFA EKKI SÉÐ ÞESSA MYND OG ÆTLA AÐ SJÁ HANA EKKI LESA ÞESSA FÆRSLU. Myndin á sér stað í Macomb, litlum bæ í suðuríkjunum í bandarikjunum á árinu 1932. Á árinu 1932 er fjárhagurinn ekki góður og mjög mikið af fólki er fátækt. Röddin sem leiðir okkur um þessa mynd er Jean Louise sem er svona um þrítugt(á þeim tíma þegar myndinn var gerð 1962). Í myndinni segir hún að hún sé sex ára gömul stelpa sem heitir Scout. Hún á heima með bróður sínum Jem sem er tíu ára og föður sínum Atticus(Gregory Peck) í notalegu húsi í Macomb. Stundum er vinur krakkana hann Dill(tíu ára) þarna stundum. Þessi þrjú börn eiga áhugavert líf, þau skoða hverfið sem þau búa í og fylgjast með honum Boo, skrýtnum manni sem býr í húsinu við hliðina húsinu þeirra. Atticus sem lögfræðingur og er að verja svartan mann að nafni Tom Robinson. Maður að nafni Bob Ewell segir að hann Tom hafi misnotað konuna hans. Það er lýgi og hann Atticus reynir að sýna það fyrir öllum í réttarsalnum. Fólkið í bænum líkar ekki við menn þegar þeir eru hvítir og eru að verja svarta menn. Í þessari mynd er frægt réttarsals atriði, í þessu langa en áhugaverða atriði sýnir það að berjast gegn óréttlætti gengur ekki alltaf upp. Það atriði er það þegar Tom Robinson er dæmdur saklaus í fangelsi. Atticus á erfitt með að skýra út fyrir börnunum sínum að svartir menn eiga að hafa sömu réttindi og hvítir menn. Atticus gerir það með fræðslu en ekki með því að kenna þeim. Gregory Peck sem lék Atticus lék stórkostlega og það var ekki skrýtið að hann fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í aðalhlutverki. En betri en Gregory Peck eru börnin Scout, Jem og Dill. Þau geta leikið sér, rifist og fundið upp á hlutum sem enginn veit af. Þau er full að lífsanda og líka barnaleg, það er mjög góðir leikarar. Hinir leikararnir eru ekki svo áhugaverðir, þeir bara leika vel í gengnum myndina. Annar mikilvægur punktur er hvernig myndin sýnir alla mikilvægu hlutina, kvikmyndaframleiðundir gerðu mjög góða vinnu. Þú sérð það strax í myndinni að það er betra að fræða fólk heldur en að kenna fólki. Atticus heldur engar einræður við börnin sín heldur talar hann altaf í samræðum við annan mann. Og sambandið á milli Atticusar, Ewells og Tom Robinson er vel gert alveg eins og myndin vill sýna það. Eru einhverjir neikvæðir hlutar í myndinni ? Já það eru nokkrir en þeir eru ekki það mikilvægir. Stundum er sögu þráðurinn í neikvæðu hlutunum svoldið formlegur. Eins og hann Boo first í byrjun myndarinnar þá er hann Boo álíttur sem skrýmsli (ýmindun barnanna), en í endanum þá sér maður að hann er ekki skrýmsli heldur venjulegur maður. Kvikmyndaframleiðandinn gaf myndinni ekki nógu of mikinn tíma till þess að sýna hvernig maður hann Arthur (Boo) Radley var. Hann Boo var uppáhalds persónan mín í myndinni og ekki allir vita að þetta var fyrsta mynd sem hann Robert Duvall lék í og að mínu mati besta. Ég er ekki búnn að sjá Godfather myndirnar, þess vegna segi ég að To Kill A Mockingbird er betsa myndin hans að mínu mati. Þegar ég sé Godfather myndirnar þá skipti ég kanski um skoðun því að margir álíta Godfather vera besta myndin hans. Ég verð að segja að þetta er besta mynd um fræðslu og kynþáttahatur í suðuríkjunum á þeim tíma og er ennþá. Aðalleikararnir eru mjög góðir leikarar og það eru engir erfiðleikar við það að skilja þessa mynd. Ég mæli sterklega með þessari mynd, þessi mynd er fyrir alla sem vilja sjá skemtilega mynd um lífið í suðurrikjunum á fjórða áratugnum. Ég gef þessari mynd fjórar stjörnur og þetta er besta mynd frá árunum 1960-1970 af þeim sem ég hef séð að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er alltaf frekar erfitt að gefa þetta gamalli mynd stjörnur, en við sumar myndir er það ekkert mál og það er dæmið með þessa.

Þetta er alveg frábær mynd sem lifir enþá mjög vel og alltaf er gaman að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta verð bara að segja en þessi mynd er mjög góð og á alveg skilið fjórar stjörnur sem ég ætti ekki að hafa séð eftir að hafa gefið henni. Gregory peck sýnir leik sinn snilldarlega og er alveg svalur sem þessi lögfræðingur. Myndin er ekta fjöldskyldumynd og árið 1962 þá hefur þessi mynd greinilega hafi verið stórmynd og vann til nokkura óskarsverðlauna. Þessi mynd fjallar eiginlega um réttlæti og þeir sýna hvernig grimmir þeir voru við blökkumennina á þessum tíma og Gregory peck ætlar sjálfsögu að reyna bjarga einum blökkumanni í réttarsalnum sem hefur verið sekur fyrir nauðgun á ungri hvítri stelpu. Ég verð að segja það að þetta er mjög góð mynd og mæli ég öllum með að horfa á hana. 9,1/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Enn í dag hrífur leikarinn Gregory Peck áhorfendur í óskarsverðlaunahlutverki sínu sem lögmaðurinn Atticus Finch í þessu meistaraverki. Þetta er glæsilega sögð saga um hugrekki, hugsjón og persónulega sannfæringu lögmanns sem tekur að sér málsvörn blökkumanns sem ákærður er fyrir að hafa misþyrmt hvítri konu í smábæ í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Í myndinni, sem byggð er á verðlaunaskáldsögu Harpers Lee frá árinu 1960, leikur Brock Peters, verkamanninn Tom Robinson, hinn meinta glæpamann. Í fyrstu lítur út fyrir að málsvörn hans sé með öllu vonlaus enda eru fordómar samfélagsins réttlætinu yfirsterkara. En Atticus trúir statt og stöðugt á sakleysi skjólstæðings síns og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar til að sanna mál sitt um leið og hann þarf að vernda fjölskyldu sína fyrir andstæðingum sínum. Mary Badham var tilnefnd til óskarsverðlaunanna fyrir stórleik sinn í hlutverki Scout, dóttur Atticusar Finch og Horton Foote fékk Óskarinn fyrir handritið sem er hreint út sagt meistarastykki og er eitt af bestu kvikmyndahandritum síns tíma, það er mjög vel uppbyggt og virkilega vel yfirfært. Óskarsverðlaunaleikarinn Robert Duvall kemur hér fram í sinni fyrstu kvikmynd sem hinn dularfulli, en jafnframt eftirminnilegi Boo Radley, sem er ein allra áhugaverðasta persóna sögunnar. Háklassískt og einstaklega gott meistaraverk sem er ávallt viðeigandi og er hiklaust fjögurra stjarna virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd þar sem leikarinn Gregory Peck sýnir sínar bestu hliðar undir leikstjórn Robert Mulligan. Hér leikur hann lögmann sem tekur að sér að verja mann að nafni Tim Robinson. Margir leikarar fara á kostum í myndinni eins og John Megna og Brock Peters. Myndin fékk 3 Óskarsverðlaun þ.á.m. tilnefnd til 8. Mjög góð klassísk mynd og ein besta mynd sem gerð hefur verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn