Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Citizen Kane er talinn vera besta mynd kvikmyndasögunnar enda skapaði hún byltingu í kvikmyndum,bjó til nýjar reglur og er mynd fyrir alvöru kvikmyndaáhugamenn. Í aðal atriðum fjallar myndin um mann sem heitir Charles Kane og var fyrst fátækur en gerði svo stórveldi. Sviðsettið er ótrúlegt, og myndatakan enn betri, og svo var þetta fyrsta mynd Orsons Wells og er örugglega sú besta. Myndin fékk bara ein Óskarsverðlaun (!) fyrir besta handritið. Citizen Kane er án efa ein besta mynd allra tíma og trúið þeim orðrómi vel.
Citizen Kane
Citizen Kane er eina af þeim myndum sem þarf ekki að kynna fyrir alvöru kvikmyndaáhugamönnum. Það er oft talað um þessa mynd sem bestu mynd allra tíma og finnst mér það ekki svo vitlaust.
Þessi mynd fjallar um líf blaðamannsins Charles Foster Kane en blað hans var þekkt fyrir að slúðra um þingmenn. Charles Foster Kane varð frægari með hverjum deginum sem leið og fyrr en varir þá var hann á vörum alls fólks, allir urðu mjög ánægðir með útkomu blaðsins. Ákveður hann að fara í framboð og teljast möguleikar hans mjög miklir þó að það endi með tapi hans. Eignaðist hann svo konu sem var söngkona mikil, þó ekki mjög góð til að byrja með. Charles Foster Kanekeypti handa henni risastórt óperuhús svo hún gæti sungið. Henni gekk illa til að byrja með að syngja en stóð hann alltaf við bakið á henni og studdi hana áfram.
Verður hann svo mjög svekktur þegar hún ákvað að fara frá honum, slær hann hana og brýtur allt og bramlar inn í herberginu sem þau voru í, róast hann mjög við að horfa á snjókúlu en minnti það hann á æsku sína, tók hann hana upp og labbaði úr herberginu og ekki sást til hans lifandi aftur. Verkefni eins fréttamannsins var að finna út hver voru hans seinustu orð.
Leikarar myndarinnar stóðu sig flestir með prýði en stóð Joseph Cotten nokkuð upp úr en lék hann Charles Foster Kane. Myndin var í alla staði skemmtileg og spennandi og dramað var alltaf í fullum mæli.
Frábær mynd, eftir að H.G.Wells hafði gert ótrúlegt leikrit innrásin frá mars gerði hann þessa mynd. Ungur blaðamaður reynir að komast af ýmsu um borgaran Kane og vill vita allt um hann, sérstaklega finna út hvað Rosebud er, öll myndin snýst nánast um að finna það út og þegar í enda myndarinnar kemst maður loksins að því án þess að hafa minnstan grun áður. Eini galli myndarinnar er hversu langdregin hún er. Nýjar brellur voru notaðar í þessari mynd sem aldrei hafði sést áður, t.d. myndavélinn var fyrir neðan fólkið(músarsjónarhorn) og fl. frábær klassísk mynd sem allir kvikmynda unnendur verða að sjá
Eitt mesta undurverk allra tíma. Orson Wells tekur vel saman með hlutverk og leikstjórn í þessari mynd um líf Borgara Kane og hver hann var. Byrjar með dauða hans og hans síðasta orðs Rosebud sem að allir vilja vita hvað er. Blaðamenn vaða svo lönd og strönd um hvað hann var að meina og tala við allt og alla. Hafa allir mikið um hann að segja, enda merkur maður þó að ekki hafi allir verið alltaf sammála honum. Hann var mikill blaðamaður og átti fjölmörg blaðafyrirtæki, en hann var margmilljóner frá barnæsku. Frábær mynd í alla staði. Mynd sem ALLIR verða að sjá, ja í það minnsta allir kvikmyndaunnendur. Það sem núna kemur er MIKILL SPOILER SVO EKKI LESA ÞAÐ!!!!!!! Rosebud var í raun hans uppáhalds leikfang í æsku, snjósleðinn hans.
Frumraun Orsons Welles á hvíta tjaldinu er fyrir löngu orðin sígild. Eftir að hafa hrætt líftóruna úr þorra Bandaríkjamanna með óhefðbundinni uppfærslu á útvarpsleikritinu Innrásin frá Mars eftir sögu H.G. Wells, var honum boðið til Hollywood til að gera kvikmynd að eigin vali. Að 25 ára gamall leikari fengi frjálsar hendur með fyrstu mynd sína var einsdæmi, en Welles sýndi svo sannarlega hvað í honum bjó með þessu mikilvæga tímamótaverki. Frásögnin var ekki aðeins óhefðbundin og fersk, heldur reyndist kvikmyndatakan einstök, enda nýjustu tækni beitt með hugkvæmum hætti. Ekki líkaði þó öllum myndin, þegar hún var frumsýnd og fór hún sérstaklega fyrir brjóstið á einum voldugasta fjölmiðlakóngi Bandaríkjanna á þeim árum, William Randolph Hearst, sem taldi sig hafa verið fyrirmynd góðborgarans Kanes. Beitti hann því öllum ráðum til að hindra dreifingu myndarinnar og rakka hana niður opinberlega, þar sem honum þótti hún draga upp niðrandi mynd af sér og ástkonu sinni, sem sögð var með öllu hæfileikalaus söngkona. Það var því ekki fyrr en löngu síðar, að gagnrýnendur tóku myndina í sátt og hún varð jafn vinsæl og hún er enn í dag. Þetta er ein af þeim myndum, sem allir ættu að sjá.