Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Affliction 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Wade Whitehouse is frightened to death of following in his father's footsteps.

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 79
/100

Wade Whitehouse er lögreglustjóri í litlum bæ í New Hampshire sem hefur engum árangri náð í lífinu að mati fyrrum eiginkonu hans, Lillian, og dóttur þeirra Jill, og drekkur stíft. Kærasta hans, Margie, tekur honum eins og hann er. Á fyrsta degi veiðitímabilsins, þá fer vinur Wade, Jack, með auðugan athafnamann á veiðar - og Jack snýr einn til baka á lífi.... Lesa meira

Wade Whitehouse er lögreglustjóri í litlum bæ í New Hampshire sem hefur engum árangri náð í lífinu að mati fyrrum eiginkonu hans, Lillian, og dóttur þeirra Jill, og drekkur stíft. Kærasta hans, Margie, tekur honum eins og hann er. Á fyrsta degi veiðitímabilsins, þá fer vinur Wade, Jack, með auðugan athafnamann á veiðar - og Jack snýr einn til baka á lífi. Wade ákveður að fara í hlutverk rannsóknarlögreglumanns og byrjar að rannsaka málið þó að Jack staðhæfi að um slysaskot félaga hans hafi verið að ræða. ... minna

Aðalleikarar


Stórfengleg kvikmynd sem byggð er á sögu rithöfundarins Russell Banks, en hann er einnig höfundur sögunnar The Sweet Hereafter sem hefur einnig verið kvikmynduð. Með aðalhlutverkin fara Nick Nolte, Willem Dafoe, Sissy Spacek og gamla brýnið James Coburn. Wade Whitehouse er löggæslumaður í smábæ einum í New Hampshire. Hann á að baki misheppnað hjónaband og hálf misheppnað líf, eða það er að minnsta kosti skoðun fyrrverandi eiginkonu hans sem lætur hann óspart finna fyrir andúð sinni. Wade er auk þess drykkjumaður mikill og þegar hann lítur yfir farinn veg sér hann að hann hefur fetað sömu braut og faðir hans hafði gert, braut sem Wade lofaði sjálfum sér fyrir löngu að fara ekki. Þegar auðugur viðskiptajöfur sem hefur verið að auka ítök sín í bænum deyr af völdum skotsárs sem hann hlaut í veiðiferð með Jack, vini og samstarfsmanni Wades, læðast að honum illar grunsemdir. Eitthvað er bogið við málið og þótt Jack haldi því staðfastlega fram að um slys hafi verið að ræða ákveður Wade að rannsaka það. Það kemur líka á daginn að grunsemdir Wades hafa við einhver rök að styðjast því eftir því sem hann kafar dýpra ofan í málið taka ýmsir leyndardómar að koma upp á yfirborðið sem benda til þess að um morð hafi verið að ræða. Eða eru það kannski bara hans eigin draugar og hans eigin brostnu vonir sem eru að ásækja hann? Eins og fyrr segir er þetta stórkostleg kvikmynd að öllu leyti og hefur allt til að bera til að vera góð skemmtun. Allt smellur saman, frábært handrit, góð myndataka og leikstjórn Paul Schrader er afar vönduð. En aðall myndarinnar er leikur þeirra snillinga sem hér eru samankomnir. Óskarsverðlaunaleikkonan Sissy Spacek fer að vanda á kostum og var tími til kominn að hún fengi almennilegt hlutverk þar sem hún nýtur sín. Nick Nolte var stórkostlegur í hlutverki Wade Whitehouse og er bæði sannfærandi og óborganlegur í hlutverkinu, hann var tilnefndur til óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki 1998. Hann sannar að hann er alltaf jafn góður leikari. En senuþjófur myndarinnar er án nokkurs vafa gamla brýnið, James Coburn, sem er sko ekkert minna en stórfenglegur í hlutverki föður Wade, Glen Whitehouse og skapar þar afar eftirminnilega persónu. Hann hlaut enda fyrir stórleik sinn óskarinn sem besti leikari í aukahlutverki 1998 og verðskuldaði það svo sannarlega. Meðal annarra leikara má nefna Willem Dafoe, Mary Beth Hurt og Brigid Tierney. Semsagt, athyglisverð og afar vönduð kvikmynd sem ég gef þrjár og hálfa stjörnu og mæli ég eindregið með henni við kvikmyndaunnendur sökum stórleiks snillinganna James Coburn og Nick Nolte, sem sanna í eitt skipti fyrir öll að þeir eru afar hæfir leikarar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn