Náðu í appið
The Producers
Öllum leyfð

The Producers 1968

Once upon a time there was a Broadway producer...who met a

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 96
/100

Max Bialystock er útbrunninn framleiðandi á Broadway. Leo Bloom er óframfærinn bókari. Þegar þeir tveir hittast, þá verður úr hið fullkomna svindl: að safna fullt af peningum með því að setja á svið leiksýningu sem mun pottþétt misheppnast. Enginn mun búast við neinu til baka, og þú getur sett mismuninn í vasann. Þeir þurfa að fá hryllilega lélegt... Lesa meira

Max Bialystock er útbrunninn framleiðandi á Broadway. Leo Bloom er óframfærinn bókari. Þegar þeir tveir hittast, þá verður úr hið fullkomna svindl: að safna fullt af peningum með því að setja á svið leiksýningu sem mun pottþétt misheppnast. Enginn mun búast við neinu til baka, og þú getur sett mismuninn í vasann. Þeir þurfa að fá hryllilega lélegt leikrit til að gera þetta. Og þeir finna það í söngleiknum "Springtime for Hitler." ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Þrælskemtileg mynd með Zero Mostel og Gene Wilder í aðalhlutverkum í leikstjón Mel Brooks.
Gene Wilder var nánast óþektur leikari þegar hann lék í þessari mynd, og engin vissi hver Mel Brooks var.
Þetta var fyrsta myndin sem Mel Brooks leikstýrði og munaði litlu að þetta yrði einnig hans sýðasta, því hún fékk nánast enga kynningu þegar hún kom út og fáir höfðu áhuga á að sjá hana.
Það var ekki fyrr en um ári seinna sem Peter Sellers sá þessa mynd fyrir slysni, og vakti hann athygli á henni.
Þá fyrst fór boltinn að rúlla og vann þessi mynd til óskarsverðlauna fyrir besta handrit og Gene Wilder tilnefndur til óskars sem besti aukaleikari.
Eftir þesssa mynd komu svo snilldar myndir með Gene Wilder í aðalhlutverki í leikstjórn Mel Brooks, Blazing Saddles og Young Frankenstein.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Með þeim fyrstu eftir Mel Brooks, og er í leiðinni góð. Tveir menn ætla að setja upp leikrit. Til að græða meira á því ætla þeir að selja meira en 100% af hluta þess og gera því að algjöru floppi. Góð mynd með fyndnum atriðum. Springtime for Hitler er eitt af uppáhalds kvikmyndalögunum mínum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn