Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hideaway 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Hatch Harrison was pronounced dead on arrival. After two hours, the doctors brought him back. But he didn't come back alone.

106 MÍNEnska

Hatch Harrison lendir í bílslysi þegar hann er að keyra með eiginkonunni Lindsey og tveimur dætrum sínum. Í fyrstu telja læknar að hann sé látinn, en síðan, eftir tvo tíma, ná þeir að lífga hann við. En Hatch fer að líða undarlega og uppgötvar að hann er nú samtengdur við klikkaðan morðingja, Vassago, sem kom inn huga hans þegar hann var að deyja.... Lesa meira

Hatch Harrison lendir í bílslysi þegar hann er að keyra með eiginkonunni Lindsey og tveimur dætrum sínum. Í fyrstu telja læknar að hann sé látinn, en síðan, eftir tvo tíma, ná þeir að lífga hann við. En Hatch fer að líða undarlega og uppgötvar að hann er nú samtengdur við klikkaðan morðingja, Vassago, sem kom inn huga hans þegar hann var að deyja. Hann sér ungan mann sem drap móður sína og systur sína, og framdi svo sjálfsmorð, og var einnig endurlífgaður og er núna að drepa ungar konur og táninga. Þegar hann sér að Vassago er að reyna að ná dóttur hans, þá reynir Hatch að finna morðingjann, þrátt fyrir að Lindsay, Regina og rannsóknarlögreglumaðurinn sem stýrir rannsókninni, telji að hann þurfi að leita til geðlæknis. ... minna

Aðalleikarar


Hideaway er mynd sem að ég sá fyrir nokkrum árum síðan. Mynd þessi er byggð á skáldsögu sem að Dean R. Koontz gerði. Jeff Goldblum leikur mann sem að lendir í hræðilegu bílslysi með fjölskyldu sinni og fyrir vikið lætur hann lífið á leiðinni. En þegar læknar ná að lífga hann við á ný, fær hann náðargáfu. Hann getur séð hluti sem að flestir myndu helst ekki vilja sjá. Þessi mynd er virkilega góð. Hún er rosalega spennandi, ágætlega vel leikin, ótrúlega drungaleg og vel gerð spennumynd af besta tagi. Ef þið ætlið að taka spólu, takið þessa með sem gamla. Hún er vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn