Náðu í appið
Öllum leyfð

The Swan Princess 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The Magic Begins November 1994

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Sem börn þá voru Derek prins og Odette prinsessa neydd af til að eyða sumrunum saman, af foreldrum sínum sem voru ekkill og ekkja,í þeirri von að þau tvö myndu fella hugi saman að lokum og giftast, þannig að konungsríkin myndu sameinast. Sem börn og unglingar þoldu þau Derek og Odette ekki hvort annað, en sem ungmenni þá byrja þau að sjá hlutina í öðru... Lesa meira

Sem börn þá voru Derek prins og Odette prinsessa neydd af til að eyða sumrunum saman, af foreldrum sínum sem voru ekkill og ekkja,í þeirri von að þau tvö myndu fella hugi saman að lokum og giftast, þannig að konungsríkin myndu sameinast. Sem börn og unglingar þoldu þau Derek og Odette ekki hvort annað, en sem ungmenni þá byrja þau að sjá hlutina í öðru ljósi og verða ástfangin. En nótt eina snýst allt á verri veg þegar Derek óviljandi móðgar Odette, sem síðan neitar að giftast honum ef hann getur ekki sannað að hann elski hana fyrir það hver hún er sem persóna, en ekki bara af því að hún er falleg. Odette og faðir hennar verða síðan fyrir árás af hendi Lord Rothbart, hefnigjarns seiðkarls, sem var rekinn úr konungsríki William þegar hann bruggaði launráð gegn konungi. Rothbart fer í gervi villidýrs og særir William, rænir Odette og leggur síðan á hana álög. Núna þarf Derek að bjarga Odette með því að sýna að hann elski hana skilyrðislaust. En mun hann ná því nógu tímanlega?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Mér finnst þetta æðisleg mynd fyrir börn á öllum alldri og fullorðna líka, þessi mynd er um prins og prinsessu sem vilja ekki giftast þegar þau eru lítil og hata hvort annað en svo þegar líður á árin þá geta þau ekki beðið með að hittast :o)


ég mæli með þessari mynd fyrir ykkur ;o)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er bara svona týbísk teiknimynd um prinsessu og prins sem vilja ekki gifta sig meðan þau eru lítil. Svo er prinsessan hreppt í álög og verður svanur. Þetta er ágæt mynd ekkert leiðinleg eða neitt svoleiðis bara maður er orðin svolítið leiður á svona söguþráðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn