Aumingja Ísland, Sturlungaöld um aldir alda
2016
(Poor Iceland)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 10. nóvember 2016
82 MÍNÍslenska
Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi 2008 fór Ari Alexander að mynda atburðarrásina og reyna að átta sig á afleiðingunum fyrir íslenskt samfélag. Margt af því sem hrunið velti upp kallaðist á við kvikmynd sem faðir Ara, Magnús Jónsson, hafði gert um Ísland árið 1974 og þegar betur var að gáð má líka sjá hrunið speglast í átökum Sturlungaaldar.... Lesa meira
Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi 2008 fór Ari Alexander að mynda atburðarrásina og reyna að átta sig á afleiðingunum fyrir íslenskt samfélag. Margt af því sem hrunið velti upp kallaðist á við kvikmynd sem faðir Ara, Magnús Jónsson, hafði gert um Ísland árið 1974 og þegar betur var að gáð má líka sjá hrunið speglast í átökum Sturlungaaldar. Benedikt Erlingsson leiðir frásögnina sem sögumaður og um leið og myndin tekur á því sem gerðist hér í útrás og hruni fjallar hún frá víðara sjónarhorni um örlög og sjálfsskilning þjóðarinnar, um vandann við að greina söguna á líðandi stund og um angist kvikmyndagerðarmannsins sem reynir að skilja samfélagið sem hann býr í.... minna