Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hard Way 1991

Fannst ekki á veitum á Íslandi

There's only one way these two are going to get along...

111 MÍNEnska

Nick Lang er þekktur hasarmyndaleikari. Nú þarf hann að finna rétta innblásturinn fyrir næstu mynd sína. Til þess að gera það þá slæst hann í hóp með New York löggunni John Moss, sem er ekki sá viljugasti til að vinna með manni eins og Lang. Hann þarf ekki einungis að þola Lang sem er einum of áhugasamur og úr takti við raunveruleikann, heldur þarf hann... Lesa meira

Nick Lang er þekktur hasarmyndaleikari. Nú þarf hann að finna rétta innblásturinn fyrir næstu mynd sína. Til þess að gera það þá slæst hann í hóp með New York löggunni John Moss, sem er ekki sá viljugasti til að vinna með manni eins og Lang. Hann þarf ekki einungis að þola Lang sem er einum of áhugasamur og úr takti við raunveruleikann, heldur þarf hann að klófesta kaldrifjaðan morðingja. ... minna

Aðalleikarar


Að gefa gamanmynd stjörnur er ekki létt verk að mínu mati. Ef myndir fá margar stjórnur þá finnst mér þær eigi að vera meistaraverk og skilji þig eftir dolfallinn. Ef mynd kemur upp í huga þér marga daga eftir að þú hefur séð hana þá á hún skilið fjórar stjörnur. Í mínu tilfelli, þá eru fáar gamanmyndir sem valda þeim áhrifum, og yfirleitt virðist minna fara í gerð þeirra heldur en "alvarlegra" mynda. The Hard Way er samt að mínu mati afskaplega skemmtilega gerð mynd. Persónusköpun er góð, og myndin tekur sig aldrei of alvarlega - gerir grín að sínum eigin klisjum, en á sama tíma er frekar spennandi. James Wood tekst meiriháttar vel að leika hinn harðsnúna lögreglumann, sem gengur illa í ástarlífinu og er í vandræðum með að leysa raðmorðgátu. Michael J. Fox leikur því sem næst sjálfan sig (eða það sem maður getur ímyndað sér að hann sé í rauninni), frægan leikara sem hefur aldrei tekist á við alvarleg hlutverk. James og Michael ná að skapa góðan tvíleik milli sín, og jafnvel þó svo að um gamanmynd sé að ræða þá eru alvarlegir tónar undir niðri. Ég ráðlegg öllum að leigja þessa mynd ef þeir vilja góða afþreyingju, spennu og hlátur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn