Náðu í appið
Öllum leyfð

Driving Miss Daisy 1989

The funny, touching and totally irresistible story of a working relationship that became a 25-year friendship.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 81
/100
Vann fern Óskarsverðlaun. Valin besta mynd, Jessica Tandy besta leikkonan, besta handrit, og besti aðalleikari, Morgan Freeman.

Eldri kona af gyðingaættum sem býr í Atlanta, getur ekki lengur ekið bíl. Sonur hennar þrábiður hana um að leyfa sér að ráða handa henni bílstjóra, sem á þessum tíma, á sjötta áratug síðustu aldar, þýddi að bílstjórinn yrði þeldökkur.Hún berst gegn hverskonar breytingum á sínum högum, en þrátt fyrir það er bílstjórinn Hoke, ráðinn af syni... Lesa meira

Eldri kona af gyðingaættum sem býr í Atlanta, getur ekki lengur ekið bíl. Sonur hennar þrábiður hana um að leyfa sér að ráða handa henni bílstjóra, sem á þessum tíma, á sjötta áratug síðustu aldar, þýddi að bílstjórinn yrði þeldökkur.Hún berst gegn hverskonar breytingum á sínum högum, en þrátt fyrir það er bílstjórinn Hoke, ráðinn af syni hennar. Hún neitar að leyfa honum að aka sér í fyrstu, en smátt og smátt nær Hoke að blíðka konuna og vingast við hana. Myndin er gerð eftir leikriti, og fjallar um tuttugu ára tímabil þeirra saman þar sem samband þeirra þróast með tímanum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Gömul suðurríkjakona og svertinginn, bílstjórinn hennar, þróa með sér vináttusamband í 25 ár. Gullfallega gerð, yfirlætislaus og skemmtilega kímin mynd um vináttu tveggja gerólíkra einstaklinga sem eru hreint frábærlega vel leiknir af Jessicu Tandy og Morgan Freeman. Vel skrifað handrit og lágstemmd leikstjórn er nær alveg einskorðuð við sameiginlega veröld þeirra beggja sem mynduð er í mjúku, gylltu ljósi horfins tíma, sem gefur til kynna söknuð eftir frábrotnari og einfaldari heimi. Myndin hlaut sjö óskarsverðlaun árið 1989, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir besta handritið og leikstjórn, tónlist og síðast en ekki síst fyrir stórgóðan leik Jessicu Tandy á gyðingjakonunni Daisy. Ég gef þessari undurfögru og stórgóðu kvikmynd fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni við þá sem hafa gaman af persónulegum kvikmyndum með mikinn og umfram allt raunsæjan boðskap.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.04.2016

Drama eða gaman? Golden Globe breytir skilgreiningu mynda

Margir klóruðu sér í höfðinu yfir því þegar geimmyndin The Martian eftir Ridley Scott, með Matt Damon í aðalhlutverkinu, var tilnefnd til Golden Globe verðlauna í flokknum gamanmyndir og söngleikir á síðasta ári. Þeir ...

23.11.2014

Tónlist úr Interstellar á netið

Ferill Hans Zimmer í kvikmyndatónlist er einn sá glæsilegasti þó víðar væri leitað. Zimmer varð fyrst þekktur fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Rain Man, árið 1988 og var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir þa...

06.04.2014

Nolan þögull sem gröfin

Leikstjórinn Christopher Nolan er frægur fyrir þagmælsku sína þegar kemur að kvikmyndum sem hann á eftir að frumsýna. Það mætti þó halda að hann myndi láta tónskáldið Hans Zimmer vita um hvað nýjasta mynd hans Inte...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn