Athyglisverð sannsöguleg kvikmynd um heittrúaða eiginkonu fangelsisstjóra í upphafi tuttugustu aldarinnar, sem lætur sér annt um velferð fanganna og heimsækir þá reglulega til að boða þeim fagnaðarerindið og leiða þá á rétta stigu. Þegar hún kynnist tveim ungum dauðadæmdum bræðrum, verður hún ástfangin af öðrum þeirra og hjálpar þeim að flýja úr fangelsinu, en fyrir vikið brennir hún allar brýr að baki sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei