Náðu í appið
Posse
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Posse 1993

The Untold Story of the Wild West

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 5
/10

Hópur sem samanstendur að mestu leiti af þeldökkum fótgönguliðum, snýr aftur úr spænsk-ameríska stríðinu með gullsjóð. Þeir fara vestur á bóginn þar sem leiðtogi þeirra leitar að mönnunum sem tóku föður hans af lífi án dóms og laga.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Tilgangur þessa vestra á víst að vera sá að benda á þá staðreynd að um þriðjungur kúasmala 19. aldar í Bandaríkjunum hafi verið svertingjar. Vil ég vona að svörtu kúrekarnir hafi unnið sín verk betur en þeir sem gerðu þessa mynd. Vissulega eru nokkrir góðir punktar við og við en sagnfræðin er býsna götótt sem og málfarið. Til dæmis segir sá ágæti rappari Tone Loc í einu atriðinu "Sounds like a motherfucking plan to me" en bæði þetta orðalag sem og blótsyrðið voru langt frá því til árið 1898 þegar myndin á að gerast. Nú, til að nöldra meira má einnig minnast á að aðalleikari myndarinnar, Mario Van Peebles, er greinilega að reyna að vera einhver svört Eastwood-týpa. Það reynist afspyrnuilla og sýnir hann blæbrigðaminni leik en t.d. Christopher Lambert hefur nokkurntíma gert. Ekki er myndin þó alslæm, því tvennt gott er í henni - nokkrar flottar byssusenur og Billy Zane sem er alltaf flottur. Þessi tvö atriði vinna fyrir stjörnunni sem ég gef ræmunni, restin er drasl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn