Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Red Sky 2013

Aðgengilegt á Íslandi

Mistök eru ekki inni í myndinni

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Fyrrverandi orrustuflugmaður er fenginn til að fara í leyniför til Norður-Írans þar sem hryðjuverkamenn eru grunaðir um að geyma stórhættulegt efnavopn. Red Sky er hálofta- og hasarmynd sem líkt hefur verið við blöndu af myndunum Top Gun og Iron Eagle. Hún segir frá flugmanninum Butch Masters sem ásamt félaga sínum Tom Craig er skipað að varpa sprengjum á... Lesa meira

Fyrrverandi orrustuflugmaður er fenginn til að fara í leyniför til Norður-Írans þar sem hryðjuverkamenn eru grunaðir um að geyma stórhættulegt efnavopn. Red Sky er hálofta- og hasarmynd sem líkt hefur verið við blöndu af myndunum Top Gun og Iron Eagle. Hún segir frá flugmanninum Butch Masters sem ásamt félaga sínum Tom Craig er skipað að varpa sprengjum á búðir óvinanna í Írak sem sagðar eru mannlausar. Annað kemur þó á daginn og ekki nóg með það heldur ferst í árásinni bandarískt teymi. Rannsókn málsins leiðir í ljós að skipunin sem Butch fékk var ekki frá Bandaríkjaher komin og í framhaldinu eru bæði hann og Tom leystir undan herskyldu. Fimm árum síðar er gátan um hver gaf skipunina enn óleyst þegar yfirmaður í hernum hefur samband við Butch og biður hann um að fara í leynilega för til Norður-Írans og koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn geti notað hættulegt vopn sem þeir eru grunaðir um að hafa komist yfir. Butch samþykkir, staðráðinn að leysa hina gátuna í leiðinni ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn