Mynd eftir Spike Jonze og Arcade Fire á RIFF

Buið er að staðfesta fyrstu 20 myndirnar sem sýndar verða á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í haust. Í tilkynningu frá hátíðinni segir að mynd Bill Morrison´s The Miners’ Hymns verði sýnd í flokknum „Sound on Sight“, en tónlistin í myndinni er eftir íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson, en tónlistin hefur verið lofuð víða, að því er segir í tilkynningunni. „The Miner’s Hymns er áhrifarík samvinna myndefnis og hljóðs, en tónlist Jóhanns er eina hljóðið sem heyrist í myndinni, en í myndinni eru engin samtöl. Tónlistin er skrifuð fyrir málmblásarasveit, pípuorgel, slagverk og rafhljóðfæri.“

Scenes From The Suburbs, er síðan önnur mynd sem búið er að staðfesta á RIFF, en þar kemur tónlist einnig mikið við sögu. Leikstjórinn þekkti Spike Jonze Vinnur þar með hinni heimskunnu kanadísku hljómsveit Arcade Fire og saman búa þau til þrjátíu mínútna langa stuttmynd sem er innblásinn af frábærri hljómplötu hljómsveitarinnar, The Suburbs.