Gamanleikarinn hæfileikaríki Mike Myers ( Austin Powers: International Man of Mystery ) á nú í viðræðum við Imagine Entertainment, sem framleiddu How the Grinch Stole Christmas!, um að leika aðalhlutverkið í annarri kvikmynd byggðri á bók eftir Dr. Seuss en það er einmitt Kötturinn með Höttinn. Hugmyndin er lengi búin að vera í gangi, en aldrei hefur fundist réttur maður til þess að leika aðalhlutverkið. Á tímabili var talað um Tim Allen en hann ákvað síðan að gera frekar framhald af mynd sinni The Santa Clause. Myers fékk síðan áhuga, og spilar kannski inní einhver þörf fyrir að skáka Jim Carrey. Ef Myers ákveður að taka að sér aðalhlutverkið þá má búast við því að það verði reynt að koma myndinni í framleiðslu sem fyrst.

